Nú á dögum gróf ég upp gamla gersemi hjá félaga mínum playstation 2 leik að nafni Drakengard. fyrir þá sem hafa ekki spilað hann þá ertu ungur maður með samning við Dreka þú fórnar röddinni fyrir að tengjast drekanum og svo haldið þið saman í marga magnaða bardaga þar sem þú á baki drekans og einn og sér
þetta er klassískur leikur frá Square-Enix með mörgum endum og mikklu veseni við að eignast þá
eftir að hafa þrælað í um það bil 30 klst þá hef ég loksins komist á síðasta endann
Hann snýst um að berjast við stóra steinstyttu með hljóðbylgjum yfir Tokyo
ég veit hljómar grillað en ekkert að búast við minna frá Square-Enix
punkturinn sem ég ætlaði að fara með hér í byrjun var það að hér er enginn góður endir á ferð allir þeir sem hafa komið eru allir slæmir þar sem aðalpersónur deyja, bandalög tvístrast, vinir svíkja og heimurinn eyðist sem gerði mig ekkert lítið svekktan enda var ég að vonast eftir alla þessu vinnu að sjá svolitla hamingju í þessum myrka og kalda heimi Sem Caim ríður á baki drekans í endalausu blóðbaði
svo hvað finnst mönnum eru Square-Enix menn hræddir við “happy endings”