Jæja, þá eru niðurstöður komnar í hús og kosningar fóru á þessa leið:

Hvernig líst þér á að hafa kvenkyns aðalhetju til að stjórna í XIII?
Illa: 10%
Alveg sama: 44%
Bara vel: 46%

Fjöldi þátttakenda: 48


Ég er ekki komin til að væla fyrir hönd allra kvenna. Mig langar hins vegar mjög að fá að vita hvers vegna ykkur 10%-unum lýst illa á að stjórna lufsu. Hafið þið áhyggjur af sögunni, bardögunum, samtölum? Eða finnst ykkur jafnvel ókarlmannlegt að stjórna konu?

Ég er ekki að hæðast að neinum, mig langar virkilega að vita.

Þið hin sem svöruðuð á annan veg megið endilega tjá ykkur líka. Hvað finnst ykkur spennandi? Hvað hræðir ykkur? Er ykkur bara alveg sama?
"