http://finalfantasy-xiii.net/2008/09/22/ffxiii-interview-development-progress-update.html
Samkvæmt þessu nýja viðtali við framleiðendur Final Fantasy XIII þá eru þeir víst ennþá staðfestir í að einbeita sér að PS3 gerð leikjarins fyrst og svo Xbox gerðinni. Þeir benda einnig á að báðar gerðir leikjarins munu reyna að nýta fullt afl beggja vélanna og hann mun ekki lækka í gæðum eða neitt slíkt til að virka á báðar vélar.
Einnig minna þeir á að þeir ætli að reyna að minnka biðtímann milli japanska leiksins og evrópska, þó það tekur töluverða vinnu fyrir RPG leiki með svona gífurlegt magn af texta sem þarf að þýða.