Núna er DKE3713 Square-Enix hátíðin liðin og fengum við fullt af nýjum upplýsingum varðandi nýjustu verkefnin þeirra. Meðal annars þetta:
- Final Fantasy Agito XIII (Einn af Fabula Nova Crystalis titlunum) og Parasite Eve leikurinn The 3rd Birthday voru áður aðeins á farsíma en nú munu þeir einnig koma út á PSP.
- Final Fantasy Versus XIII mun ekki fara á Xbox 360 né neina aðra leikjavél, hann mun aðeins koma út á PlayStation 3.
- Allir aðal titlarnir fengu nýja trailera sem gáfu nýjar upplýsingar meðal annars KH: Birth by Sleep, þá mun Aqua bláhærð stelpa vera ein af persónunum sem við fáum að stýra. Dularfulli fjórtándi meðlimur Org. XIII úr 358/2 Days er kvenmaður sem heitir Xion og er líka með keyblade (DUNDUNDUUUUUUUN).
- Klæðskerafyrirtækið Roen frá Japan mun sjá um allan fatnað fyrir persónurnar úr FF Versus XIII. Leikurinn fékk einnig sýnishorn sem sýndi loks leikjaspilun úr leiknum en ekki bara CGI myndbönd eins og við erum vön að sjá.
- Final Fantasy VII: Advent Children Complete fyrir Blu-ray mun innihalda mun meira aukaefni heldur en aðeins fleiri atriði og flottari grafík fyrir myndina sjálfa. Það skal fylgja með aukadiskur sem mun innihalda nýja trailera fyrir Fabula Nova Crystalis leikina ásamt demo fyrir Final Fantasy XIII aðeins fyrir PS3 (Vegna þess að Xbox 360 getur ekki spilað Blu-ray).
- Dissida fyrir PSP fékk einnig fleiri persónur staðfestar, meðal annars Kefka, Golbez og Exdeath.
- Svo voru nokkrir leikir að fá útgáfudag. Takið þó eftir að þetta eru aðeins japönsku leikirnir, ensku útgáfurnar koma seinna þó Square-Enix lofar að stytta biðtímann töluvert svo við neyðumst ekki til þess að bíða jafn lengi og við erum vön að gera…(THANK GOD).
Final Fantasy XIII – Einhverntíman 2009
Dissidia: Final Fantasy – Desember 2008
Kingdom Hearts: 358/2 Days – Vetur 2008
Kingdom Hearts: Coded – Vetur 2008
Kingdom Hearts: Birth by Sleep – Einhverntíman 2009
Dularfullt samt sem áður að Square-Enix lofaði ‘shocking announcement’ eins og þeir orðuðu það sjálfir sem mun að öllum líkindum vera PlayStation 3 í hag til að róa reiða PS3 phanboys eins og mig sjálfan frá ákvörðun þeirra til að færa leikinn yfir á Xbox 360 og eina sem við fengum virkilega okkur í hag var demo fyrir FFXIII.
Svo er skemmtilegt að sýna fram á að ef maður skyldi endurraða DKE3713 stöfunum öðruvísi þá er hægt að fá þessa útkomu:
REMAKE 7.
Hægt er að sjá það betur á þessari mynd…
http://img.qj.net/uploads/articles_module/122871/dks3713-anagram.jpg?986242