Jæja, nú er ég búinn að surfa netið frekar mikið í leit að almennilegri útskýringu á því hvernig gunblade getur skotið kúlu. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að á endanum á blaðinu (þar sem það kemur svona smá lægð í oddinn) væri gat. Þannig gæti kúlan ferðast frá kúlnahyrslunni, í gegnum allt blaðið og út um gatið, þannig að viðkomandi óvinur fengi kúlu í nýopnað sárið sitt.
Eða hvað? Þetta er eina rökrétta lausnin sem ég sé í stöðunni. Eruð þið með einhverjar aðrar kenningar varðandi þetta?