Fyrst og fremst, þá er leikurinn ekki saga einhverra hetja sem fara og sigra vonda kallinn og bjarga heiminum heldur er þetta persónulegt ferðalag aðalpersónunnar í leit sinni að upplýsingum um sjálfan sig (vaknar minnislaus og ódauðlegur, reyndar, í líkhúsi í byrjun leiks).
Þar að auki eru svo margir möguleikar hvernig maður spilar leikinn í gegn. Það er hægt að setja ótrúlega mikið af stats í intelligence og wisdom og þannig opnast fjölmargir möguleikar á því hvaða setningar maður getur notað í samtölum og það er rosalega mikið lagt upp í dialogues og annað sem að gerir hlutverkaleiki að því sem þeir eiga að vera. Það er hægt að fara brute leiðina, hægt að ljúga sig út úr flestu, vera smjaðrari og sleikja upp þá sem maður talar við etc.
Ofan á þetta allt eru aukapersónurnar einnig svo æðislegar… t.d. er fyrsta aukapersónan sem maður fær fljúgandi hauskúpa sem talar og er með frekar skondinn persónuleika.
Þegar ég spila í gegnum japanska hlutverkaleiki eins og FFVII fannst mér eins og ég væri í lest þar sem meginatriðið var lagt á cinematíska framsetningu og þróun persóna án þess að maður ráði því sjálfur hvernig manns eigin persóna þróast. Þegar ég spilaði Planescape: Torment fannst mér ég hins vegar vera frjáls ferða minna. Ég gat ráðið miklu meiru um persónuna sem ég spilaði, þrátt fyrir að margt um hana sé fyrirfram ákveðið, og möguleikarnir sem voru opnir fyrir mér í gegnum leikinn voru óteljandi, eitthvað sem verður aldrei hægt að segja um japanska hlutverkaleiki. Það voru meira að segja þrír mismunandi endar á leiknum!
Helsta ástæðan fyrir því af hverju leikurinn er ekki eins frægur og margir aðrir leikir er einna helst sú að hann var illa markaðssettur og uppbygging hans var fráhrindandi… það eru ekki allir sem leggja í að spila leik sem inniheldur meira en 800.000 orð af samtölum (sem væri hægt að gera að um 2400 blaðsíðna bók).
En ég myndi samt segja að leikurinn væri mikilvægari en Final Fantasy VII ef eitthvað er… aðallega vegna þess hversu byltingarkenndur hann var í samskiptum aðalpersónu við aukapersónur ásamt því að persónan er að leysa persónulegan vanda en ekki bjarga heiminum eins og í “hefðbundnum” hlutverkaleikjum, og svo auðvitað vegna þess að það voru þónokkrar leiðir í kringum hlutina en ekki bara ein.