Square-Enix gaf út viðbót við Kingdom Hearts, eða Kingdom Hearts 2: Final Mix, gerðu svipað með fyrsta leikin líka. :D
Annars, skrifar einhver þarna undir að þetta séu foreldrar Sora, Riku og Kiris (? hver er það (aftur)) eða, pabbi Sora er með dökka hárið í enda myndbandsins (augnsteinnin hans breytir lit), mamma Riku er bláhærða stelpan, og pabbi Kiris hlýtur þá að vera strákurinn sem lítur verulega út fyrir að vera Roxas, annars gæti það verið pabbi Roxas. En eins og ég sagði einhver gæji skrifaði það.
Annars held ég að það hafi verið stríð, og stendur mögulega ennþá yfir, keyblade-ið verður eitthvað sem leiðir að tortímingu, þeir snúa aftur til disneylandanna og gæti vel verið að frægasti titill Pixar verði einn af þeim heimum, Toy Story.
Annars eru orðrómar um það að Sora verði ekki aðal karakterinn (samt held ég að það verði bara svona tímabundið líkt og Kingdom Hearts 2, þegar maður er fyrst með Roxas og fer síðan yfir í Sora). Annars er meirasegja sagt að framkvæmdastjórar Square segja titlin ekki einu sinni staðfestan. Eigum við að trúa þessu!?
Bætt við 22. júní 2007 - 22:38
Auk þess er alvaran búin að taka meiriháttar toll í sögu Sora og félaga en ég verð að segja að það er frekar kjánalegt að koma Disney veröldum inní svona alvarlegan söguþráð (öruglega).
Tónlistinn við trailerinum var heldur ekki það gott, ég væri frekar til í að heyra sound úr fólkinu þarna og tónlist sem fylgir atburðunum.