Ég hef séð deilur um hvaða FF leikur sé bestur og ég sé að flestir eru á því að annaðhvort FF 7 eða 9 séu bestir.
Ég hef alltaf haldið því fram að 10 væri bestur því mér finnst hann eitthvað svo líflegur með talsetningu og svona en núna áðan var ég að klára FF 9 og ég er ekki frá því að hann sé kominn á topp 1 hjá mér.
Mér finnst hann Über skemmtilegur og aðeins öðruvísi en hinir t.d. notar maður 4 gaura í staðinn fyrir 3 eins og er í flestum leikjunum, mikið af öðrum race-um en bara humans t.d. The Qu's, Burmecians og Genomes sem gaf einnig líf í leikinn. Síðan fannst mér endirinn í honum góður.
En FF 7 finnst mér ekki eins góður. Að vísu finnst mér tónlistin í honum betri en hann greip mig ekki alveg eins og 10 eða 9. En reyndar er eitt gott við FF7 sem ég tók ekki eftir í 9 að maður getur gert svo mikið af side-quests í honum, t.d. getur maður breedað gold chocobo, náð í KOTR materia og þjálfað sig nægilega vel til að geta drepið Ruby- og Emerald WEAPON.
Ef að ég skelli hérna inn smá stöffi af FF10 þá finnst mér hann líka betri en 7. Mér fannst talsetningin gefa skemmtilegt líf í leikinn og persónurnar voru líka skemmtilegar. Það kom mér síðan á óvart hver lokabossinn var og finnst mér þessi leikur bara almennt skemmtilegur og ég get spilað hann aftur og aftur (svipað með leikinn Legend of Legaia en þann leik get ég spilað aftur og aftur :D).
Tónlistin er líka geggjuð :).
Engu að síður finnst mér 9 bestur og skemmtilegastur
Því segi ég, 9 er betri en 7 og hananú :D (10 er einngi betri en 7) !!
This is it.