Fór framhjá fleirum en mér að 20 ára afmæli Final Fantasy varningsins, Square Enix co., var um dagin, 17. apríl?
OG Chocobo deginum, 9. apríl?
En! Square eru að gefa út leikin Final Fantasy Fables: Chocobo Tales.
Leikurinn hefur uppá margt að bjóða og er stútfullur af mini-games og ýmsu skemmtilegu efni.
Leikurinn byrjar á friðsamari eyju þar sem white mage-inn Shirma og black mage-inn Croma lifa með fullt af glöðum chocobo-um. En þegar Croma fann undarlega bók og opnar hana án þess að huga tvisvar að því sem hann er að gera og allt í einu sogast allir chocobo-arnir sem nálægt voru inní hana! Án vitundar allra, myrkraherran Bebuzzu, sem eitt sinn lagði næstum heila veröldina í rúst, var inní hverri blaðsíðu bókarinnar! En hann var ekki búin að ná fullum krafti… allavega, ekki ennþá!
Spilarar taka upp hlutverk ólíkari hetju en áður fyrr, chocobo, sem þarf að bjarga vinum sínum og stöðva myrkraherran Bebuzzu frá því að ná fullum krafti.
Uppáhalds lukkudýr Final Fantasy aðdáenda er komin aftur með sinn eigin leik síðan Chocbo Racing. Hér þarf aðal hetjan að berjast í gegnum heilan helling af þrautum til að frelsa vini sína og loka af myrkraherran Bebuzzu áður en hann nær fullum krafti! Irma sem sífellt reynir að fá Bebuzzu til að ná fullum krafti ætlar sér að nota Bebuzzu til að ná yfir heiminum.
Final Fantasy Fables: Chocobo Tales er væntanlegur í maí til evrópu eða 25. maí nánara tiltekið. En er þegar komin út í Bandaríkjunum og Japan.
Það má nálgast síðuna hér
Klikkið á skjáin áður en þið smellið á enter, klikkið oftar en einu sinni.
*Klikkar lætur músar bendilin fylgja fjöðrinni, klikkar tvisvar í annað skipti og fylgir eins og áður, horfir beint, klikkar hraðar og oftar en 2 og fyllir skjáin af fjöðrum* :Þ