Hvernig finnst ykkur hann núna fyrst að þið eruð búin að spila hann aðeins lengur?
Er það bara ég en ég er ekki að fíla hann eins mikið og ég gerði fyrstu klukkutímana í spilun..
Mér finnst þessi hunts alveg svakalega leiðinleg því að það tekur ALLT og langan tíma að gera þau þegar maður er kominn lengra! það er eins og þeir séu að nota cheap leið til að lengja söguþráðinn..
Svo finnst mér Boss battles frekar leiðinlegir því að það er eins og maður þurfi ALLTAF að þjálfa sig fyrir hvern bardaga því að þeir eru svo fucking langir að ef að maður gerir það ekki þá er hætta á því að maður drepist eftir einn og hálfan tíma og þurfi að gera allt aftur..
Ég veit að það hafa áður verið langir bardagar í FF en þessir finnst mér bara svo boring.. maður missir athyglina eftir ákveðin langan tíma af því mér finnst þetta battlesystem bara ekki vera hannað fyrir svona langa bardaga..
Eftir að hafa síðan eytt svona löngum tíma í Boss og að þjálfa og gera hunts þá man ég ekki RASSGAT hvar ég var í söguþræðinum lengur! ugh..
Mér finnst við líka vera búin að sjá allt of lítið af persónunum sjálfum.. mig langar að vita meira um Vaan og Penelo eða Ash eða kannski bara ALLA því að það er voðalítið sem að maður fær að vita..
Ég ætla að vona að þetta breytist því að ég er að verða fyrir meiri og meiri vonbrigðum með hverri mínútu:( ..og ég er búin að spila alveg í 36klst..