Mér er ekki drullusama um hvernig þú skrifar. Íslenskir krakkar í dag kunna ekki að skrifa rétt mál, nota afsakanir eins og “ég skrifa ekkert svona í alvörunni” til að fela sig bakvið einhverjar asnalegar mállýskur. Sorglegt hreint út sagt.
Ég vildi bara benda þér á það að þú getur sett þetta svo miklu betur upp, gerði það harkalega en það er bara ég.
Sem dæmi hefði þetta getað litið svona út:
————————————
Final Fantasy XII dagbók
Annar kafli:
Eftir langt ferðalag vestu fann ég loksins “The Dawn Shard” og hélt svo suður á leið.
Eftir að hafa farið í gegnum Yensa svæðið fann ég Raithwall's Tomb, það hefði mátt vera stærra en þrátt fyrir það var það mjög flott.
Parturinn eftir að maður slapp út úr þessu grafhýsi var óþarfa langur og minnsti einna helst á Star Wars. Einnig fannst mér leikurinn svipa til FF6.
Allir karakterar í level 25.
Sjáumst í næsta kafla.
————————————–
Þetta kallast venjulegur texti með greinarskilum og miðlungs uppsetningu (Ég hef ekkert spilað FFXII svo að ég hef enga hugmynd um hvað hann var að tala, textinn gæti hafa týnt meiningunni við það). Í fyrsta lagi er skemmtilegra að lesa vel (Þarf ekki að vera nema ágætis) uppsettan texta, það er auðveldara fyrir hugsun viðkomandi sem og augun.
Þetta er það sem ég er að meina, ef þú ætlar að halda áfram með þetta (Og þá ætti þetta að verða ansi langt). Þá legg ég til að þú leggir meiri vinnu í þetta, gætir jafnvel fengið þér eitt stykki blog.central.is svæði og skrifað þar um þetta. Fólk laðast frekar að texta sem er vel uppsettur, ef það opnar þráð og sér allt út í brosköllum, upphrópunar- og spurningarmerkjum þá forðar það sér oftar en ekki út án þess að lesa nokkurt orð af textanum sjálfum.