Uhm, m.a.s. sálfræðingar eru margir sammála því að ævintýraofbeldi og raunveruleikaofbeldi hafi ekki sömu áhrif á hug manna.
T.d. er það ólíkt að berja saklaust fólk út úr bílunum sínum í GTA og að berja einhvern ísdreka með gunblade til að fá EXP.
Ég hef ekkert á móti GTA, en þetta er samt staðreynd.
Það er ekki hægt að kenna svona hlutum um ofbeldi. Það er samfélaginu að kenna sem heild. Fólk sem hefur tilhneygingu til ofbeldis sækir í allar gerðir þess, á meðan að “venjulegt” fólk finnur ekki til ofbeldishneygðar eftir að hafa spila FF.
Fólk er bara að leyta að auðveldum afsökunum og lausnum, á meðan að við vitum öll að það að banna FF leiki muni ekki leysa neinn vanda.