Ahhh, ákvað að gefast upp á Kingdom Hearts og fara í þennan leik aftur. Reyna að klára hann fyrir áramót, hef lítið snert á honum í nokkra mánuði vegna annríkis (og annara tölvuleikja). Djöfull er hann ferskur þrátt fyrir að bjóða þannig séð ekki upp á neitt nýtt.
Tónlistin er til að mynda alveg fullkomin… virkilega þétt sinfóníutónlist sem kemur manni alltaf í skap. Í mörgum leikjum getur hún verið frekar yfirþyrmandi en mér finnst hún smellpassa.
Talsetningin er bara góð. Square-Enix hafa verið einstaklega slæmir þegar að kemur talsetningunni frá því þeir byrjuðu að talsetja leiki, Final Fantasy X er alveg gott dæmi um þá slátrun sem fer fram. En talsetningin í Dragon Quest er allt allt annar handleggur. Persónurnar tala flestallar með breskum, skoskum eða írskum hreim og ótrúlegt en satt, þetta smellpassar við flest allar persónurnar.
Persónurnar sjálfar eru yndislegar, ekki bara út af talsetningunni, heldur líka bara út á attitjúdið almennt. Jújú, ef talsetningin væri ekki til staðar væru þær kannski ekki eins skemmtilegar, en samt! :)
Skrímslin í leiknum eru sérstaklega vel heppnuð, og þá á ég bæði við design-wise og ability-wise. Ímyndið ykkur að berjast við einhvern kóna… með leikbrúður. Hann segir ykkur spennandi sögu og áður en þið vitið af eru allar persónurnar komnar með tension boost?? Og annað dæmi… ímyndið ykkur papriku… tvær paprikur, eina rauða og eina græna… og teinn í gegnum þær… svo þær eru eiginlega fastar saman. Og þær eru frekar vígalegar á svip. Já, það eru til þannig skrímsli í leiknum!!
Já, Kingdom Hearts má eiga sig, hann má bíða í það fyrsta þangað til ég klára Dragon Quest og Zelda: The Twilight Princess.
Bætt við 4. desember 2006 - 21:59
http://media.ps2.ign.com/media/496/496303/img_2461416.html
Umræddar paprikur.