Ég bara VERÐ að losa þessa spennu hér.
Ég hef verið að pína mig í gegnum hann fyrir framhaldið. Ókei, sæmileg saga, fínn að mestu leiti og allt það, en það er bara ALLTOF mikið af dóti sem mætti betur fara.
* Gallað battle system
* Bögg að berjast við heartless og zonea svo allt í einu því maður fór aðeins of nálægt dyrum/hellismunna/whatever
* Hryllilegt AI hjá NPCs, maður er að taka stökk yfir eitthvað fall, frá einum platform yfir á annan, og viti menn, Andrés/Guffi/whoever stendur fyrir manni og allt fer í klessu og það eina sem gerist er að maður missir marks, dettur niður og þarf að klifra upp alveg upp á nýtt.
* Ömurleg myndavél, ókei, ég get rotateað, en það er bara ekki alveg að virka alltaf og stundum tekur hún sér alveg dágóðan tíma í að rotatea ef maður er í þröngum stöðum, þetta er sérstaklega pirrandi þegar maður er að reyna að koma auga á næsta platform til þess að hoppa á og hann stendur beint á móti vegg…
* Leiðindi að berjast við óvini þar sem það er ekki hátt til lofts, eins og t.d. fyrir neðan sillur, í slíkum aðstæðum þá hreinlega neitar Sora að slá frá sér
* Respawns! Það er allt gott í hófi en þegar ég þarf að berjast við sömu skrímslin aftur og aftur því maður gerði eitthvað vitlaust eða eitthvað hopp mistókst þá verður maður svo leiður á þeim að maður hreinlega hleypur framhjá þeim… en því miður þá virðist það stundum ekki ganga því þau eru sífellt að trufla hreyfingar manns
Ég get alveg vel skilið af hverju leikurinn fékk einungis 8.2 á Gamespot. Er búið að laga eitthvað af þessu í framhaldinu eða á ég von á sama draslinu í kringum þetta sem ég hef kvartað undan hér að ofan?