Spurning til þeirra útvöldu sem hafa nú þegar fengið eintak af leiknum í sínar hendur.
Ég las hluti sem ullu mér áhyggjum í öðrum þræði, um lélegt gameplay og slappa persónusköpun(by ff standards) og kanski það alvarlegasta að tónlistinn væri miðlungs miðað við venjulega tölvuleiki. Ég var að pæla hvort viðhorf manna hefði breyst eftir frekari spilun af því að ég las í umsögn um leikinn að t.d. persónusköpuninn kæmi fyrir í endurminningum seinna í leiknum.
Verið óhræddir við að svara heiðarlega og endilega má bera þennan leik saman við aðra ff leiki til að varpa skýrara ljósi á þetta allt saman. Þá væri ágætt ef menn ákveða að vera með samanburð við aðra ff leiki að taka fram hver var fyrsti ff leikurinn sem þeir spiluðu, þar sem að oftast ber maður sterkustu tilfinningarnar til þess leiks og gæti samanburðurinn þá verið of persónulegur og ekki alveg hlutlaus^^.