Ég verð að segja það að Dirge of Cerberus er ekkert það slæmur leikur. Ég keypti mér hann um helgina í BT á 4999 kr, fór heim og spilaði. Grafíkin er mjög góð, voice acting er bara vel gert, tónlistin er líka alveg fín, passar við umhverfið og svoleiðis. En það sem er afar óþægilegt er hvernig maður stjórnar honum, en maður venst því alveg eftir fyrsta borð enda er það pínu langdregið hvort sem er. Svo er líka bara hægt að fara í tutorial í byrjun leiksins og þar er farið vel yfir allt gameplay (maður leikur Vincent þegar hann var Turk, þá er þetta eitthvað training simulation).

Söguþráðurinn er líka góður og characterarnir fínir, svo fær maður líka að sjá sum atriði úr fortíðinni sem skýra ýmsa hluti um Lucreciu og Vincent og fleira. Svo er líka gaman þegar maður fær Limit Breaker itemið. Þá notar Vincent itemið og breytir sér í skemmtileg skrímsli eins og hann gerði í FF7 :) En þetta er samt spennandi leikur og svolítið leiðinlegt að það sé ekkert Auto-Lock on eða eitthvað þannig á gaura sem skjóta mann í fjarska, en eins og ég hef áður sagt þá bara venst maður þessu. Ég mæli með þessum leik fyrir alla þá sem vilja prufa svona týpískan skotleik :)