Ég fékk lekinn í sumar og ætlaði alltaf að skrifa grein um hann en ennti því bara alls ekki svo ég ætla núna bara að skrifa kork um þetta.
Kingdom Hearts II byrjar ekki vel. Hann byrjar alls ekki eins og Kingdom Hearts leikur. Ég hélt jafnvel að mitt eintak væri bilað (þið sjáið seinna hversvegna.) Og sagan og atburðarásin var bara rugl. Strax og bardagarnir byrjuðu byrjaði þetta að verða skemmtilegra en ekki of þar sem flestir óvinirnir á byrjun leiksins eru nobodies, mjög leiðinlegt lið sem gerir fátt annað en að vera pirrandi (sérstaklega þegar meður er að spila þetta í ‘Proud Mode’ eins og ég.)
Eftir u.þ.b. fjögra klukkustunda spilun er leikurinn þó orðinn mjög skemmtilegur. Maður fær fljótt Drive abilityið og getur þá breytt sér yfir í rauðann Sora með þrisvar sinnum lengra combo og tvö sverð.
Leikurinn heldur áfram að vera góður í smá tíma en slappast svo þegar maður kemur í Land of Dragons veröldina (Mulan) þar sem nær alltaf er talað með talblöðrum í stað voice-actora. Maður tekur mikið eftir því í þessum leik. Annars eru voice-actorarnir allir fínir nema Areis kellingin eins og sumir muna eftir úr Advent Children.
Sagan leiknum er ekki jafn góð og í eitt. Hún byrjar mjööög vel en eftir því sem líður á leikinn tekur maður eftir hversu cheap hún er. Bardagarnir bæta það þó upp að miklu leiti.
Það versta við leikinn er þó það að hann er ekki jafn original lengur. Í eitt var maður bara: “Vó! Disney og Final Fantasy geeeðveikt!!!” En núna hefur maður séð þetta allt áður og byrjar að taka eftir því hvað Disney veraldirnar eru að tefja gang sögunar enda gerist mjög fáum sinnum eitthvað í þeim sem flokkast ekki undir “fillers.”
Tónlistin í leiknum er fín en ekki jafn góð og í eitt. Aðallagið í leiknum, Sanctuary er hræðilegt fyrst þegar maður heyrir það en batnar svo með skiptunum.
Eitt slæmt við þennann leik er líka það að ekki er jafn mikið hægt að gera þegar maður er búinn með hann og í eitt. Og seinasta veröldin er skrítin og leiðinleg :(
Það góða er að cameran er betri og gummi skipin eins og þið hafið sjálfsagt heyrt.
Abilities eru líka fleiri og betri. Ég er tildæmis kominn upp í 9-hit-combo frá upprunalega 3-hit-combo-inu á byrjuninni. Svo getur maður (með hjálp Drive-formana) fengið marga góða abilities eins og High Jump level 3 og Arial Dodge (líkist meira Double-Jump samt.)
Allavega þetta er góður leikur en ekki jafn góður og eitt aðalega því hugmyndin er ekki lengur ný.
Þið verðið samt að kaupa hann!!!
P.S. Þetta varð dáldið lengra en ég bjóst við… hefði ég átt að senda þetta inn sem grein :O
Nah þið megið gera það þegar þið fáið leikinn. Allavega kork, no?
Einkunn: ****/*****