Verðlækkun á PSP hér á landi er vegna gengislækkunar frá því að vélin kom út 1. september 2005. Á heimsmarkaði hefur verðið hins vegar ekki lækkað.
PS3 hefur verið verðsett á 420 pund eftir því sem ég best veit, og með tilheyrandi tollum og virðisaukaskatti er vélin rándýr.
Og já, 420 pund er líka mun meira en ég er tilbúinn til að borga fyrir PS3. Xbox 360 er lægri og verður lægri jafnvel eftir að PS3 lækkar og það er ein ástæðan fyrir því af hverju ég hef frekar áhuga á að kaupa mér Xbox 360 fram yfir PS3 (fyrir utan það að Hironobu Sakaguchi, skapari Final Fantasy, er að gera TVO leiki fyrir hana).
Wii verður þó líklega eina tölvan sem ég mun fá mér þar sem hún verður í það minnsta 40.000 krónum ódýrari en PS3 hér á landi.