Veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir þessu, en í FF 8 eða 9 (man ekki fyrir mitt litla líf í hvorum það er, þó að ég hafi spilað þá hægri vinstri) þá er hægt að fara í stillingu í menu-inu þar sem maður getur ráðið hvaða karakter stjórnast af hvaða fjarstýringu (þó bara tveimur fjarstýringum). Þannig að, segjum að mig langi bara að spila sem Zell, Selphie og Irvine, þá fer ég í menu-inn, finn stillinguna, breyti þessum þremur nöfnum í “player 1” eða “player 2”, og eftir það getur bara sú fjarstýring stjórnað þeim karakterum. Þá getur vinur minn komið og spilað Squall, Quistis og Rinou eins og hann vill. Vissulega geta aðeins þrír verið inná í bardögum í einu, bara eins og venjulega, en þetta er samt mjög sniðugt. Þetta er eitt af örfáum fítusum í FF þar sem tveir geta spilað saman.
Ég hef ekki prófað þetta ennþá, ég hef einfaldlega ekki haft vit á því, en ég mæli með að þið testið þetta og segið frá hvernig þetta reyndist. Ég er næstum pottþéttur á því að þetta sé í FF8, en er ekki 100%.