Á þetta við hér? Væri ekki sniðugara að setja þetta í Leikir?
Jæja, hvað með það. Zork Nemesis er nokkuð gamall “FMV” leikur. Hann var mun dimmari og drungalegri en fyrri Zork leikirnir, og var í raun nokkuð góður. Ég man að mér fannst hann spennandi og skemmtilegur þegar ég spilaði hann. Ef þér finnst Zork Nemesis góður, þá mæli ég hiklaust með framhaldi hans, Zork: Grand Inquisitor, en hann er rosalega fyndinn og lúmskur, og hefur nákvæmlega sama kerfi og Zork: Nemesis.
Þú gætir líka bara prófaði fyrri leikina, þótt að þeir séu reyndar Dos leikir…<br><br>Royal Fool
“You've been Fooled”