Sælir/Sælar,

Ég var í USA um daginn og komst yfir eintak af FFXII Demo sem ég fékk að testa (og taka með mér heim=) og verð að segja, miðað við að þetta er demo þá er graffíkin örugglega ekki 100% einsog hún á að vera, ef svo er þá er hún verri en í FFX (eða sjónin mín illa farin að segja til sín..)

Annað, battlesystemið er þannig háttað að þú labbar um og sérð skrímslin og ræðst á þau ef þú vilt, eða þau ráðast á þig. Heimurinn er stærri en í X, þú getur t.d labbað útum allt (í demoinu allavega) og þeir sem hafa spilað FFXI (online) þá er hægt að líkja þessu öllu við hann, það er að segja stjórnun, mob system og world dæmið.

Í demoinu er hægt að velja “For the thinking” og “For the thrill seeking” ég testaði bæði og fanst “For the thinking” í raun skemmtilegra, en það er ég.

Nenni ekki að koma með ritgerð hérna ætlaði bara að segja frá því helsta sem ég tók eftir.
annars er þetta skemmtileg spilun og ég hafði mjög gaman af því að spila í thinking mode.

og já, að lokum
*MONT* =)
Beer, I Love You.