Mér datt svona í hug að koma með mitt impression af myndinni eftir að hafa séð hana í gær.
Fyrir það fyrsta þá er þessi hyperReal(what a buzzword) tækni frekar flott. Hreyfingar og hegðan karakteranna er alveg eins og í draumi. Útlitslega séð er ekkert út á þetta að setja. Hermennirnir eru verulega flottir og meginóvinurinn(vofurnar) eru vel útfærðar. Það eru þó nokkur atriði í henni þar sem maður þarf virkilega að fylgjast með til að sjá hvort hún sé tölvuteiknuð - þeim tekst það vel að brúa bilið milli raunveruleika og SFX.
En…og það hlaut að koma en….
…því miður fellur myndin á frumleikaprófinu. Handritið er alveg ótrúlega óþétt og er það skömm því Al Reinert á að geta gert mikið betur en þetta. Voice talentið er einnig upp og ofan. Donald Sutherland kemst einna best frá því, Sid verður í hans meðförum afar skemmtilegur. Ég ætla ekkert að spilla neinu hér samt og fer ég því ekki út í það. Aðrir eru ekki eins góðir. Alec Baldwin er þó einna verstur. Það fer um mig smá hrollur í næstum hvert einasta sinn sem hann opnar munninn í myndinni. Það er eins og hann hafi engan áhuga haft á þessu verkefni og sé að reyna að koma með línurnar sína á eins stífan og dauðyflislegan hátt og mögulegt er. Vhing Rhames hefur því miður ekki mikið að segja í þessari mynd en er þó skemmtilegur. James Woods er aðal illskusprautan í þessari mynd og því miður er hann hræðilega stereotýpískur. Gaman að honum en mér hefði verið slétt sama hefði honum bara verið sleppt.
Já og svo eins og kannski flestir Final Fantasy aðdáendur vita þá tengist er þessi mynd Final Fantasy einungis að nafninu til. Ekkert er í henni sem tengir hana við leikina og finnst mér það slæmt því ég hefði viljað fá dýpra plott, eins og er í leikjunum. En þetta er annars fín afþreying, sjáið hana(eins og það væri option).