Aðsókn veldur vonbrigðum
Jæja, allir héldu að Final Fantasy yrði ein stærsta mynd ársins. Því miður hefur aðsóknin ekki verið góð. Myndin varð í fjórða sæti yfir vinsælustu myndir þessa helgi þrátt fyrir að hún væri ný. Tekjur fyrstu helgina voru um 20 milljónir dollara sem gerir myndina að floppi því myndin með auglýsingum kostaði um 200 milljónir dollara. Það lítur því út fyrir að tap verði á myndinni.