Ég spilaði þennan leik, frá því að hann kom út og í u.þ.b. eitt ár. Náði lvl 75 fljótt með fyrsta jobbinu, var í þessu sem kallast high end raiding og öllu sem felst í því. Sem jú, allir mmorpg's snúast um að mínu mati, að ná hæsta levelinu og svo hvað þú getur gert þá. Þetta var ágætt fyrsta mánuðinn. Þú campaðir sama staðinn í nokkra tíma og vonaðir svo að party-ið þitt myndi ná þessum boss. Svo var hlaupið í næsta o.s.frv.
Annars er ég sammála þeim sem voru að tala um leikinn, eina sem þú gerir er að grinda, færð ekkert quest xp. Bara xp fyrir að drepa mobs. Þú getur ekki soloað, bara ekki hægt. Mér fannst þetta fínn leikur, tímafrekur en bara andskoti fínn. Verst að þetta “pvp” sem er í honum er hræðinlegt.