Þegar ég var svona 7-8 ára, þá kom ég einn daginn heim úr skólanum og sá þar eldri bróður minn og vin hans að setja leik sem hét FF8 í tölvuna, við spiluðum vel og lengi, ég og bróðir minn vorum alltaf að hjálpast að í leiknum og við hvern endakarl vorum við í klípu en einhvernvegin náðum við að rétt vinna endakarlana, og við vissum ekkert um nein Side-Quests eða neitt, og svo vorum við komnir í Fujin og Raijin í fyrsta sinn og við gátum aldrei unnið þau, svo gafst bróðir minn upp á leiknum en ég einhvernvegin bara hélt áfram og svo bara byrjaði ég upp á nýtt, og ég lærði að þjálfa mig og svona og svo einn daginn var ég heppinn og ég vann F & R og ég varð SVO glaður, en svo varð ég í marga mánuði aftur fastur á öðrum endakarli sem heitir Edea er Gardens voru að berjast. Ég held að ég hafi svo loksins náð að vinna hana og svo bara náði ég að halda áfram og svo að lokum varð ég fastur í marga mánuði í Adel. Svo man ég að FF9 var nýkominn út, svo ég keypti mér hann, og mér fannst þetta vera versti leikur sem ég hafði spilað á allri minni ævi. Svo fékk vinur minn sér FF9 og hann varð góður í honum og kenndi mér betur á hann… Ég komst alveg í Trance Kuja og þannig en fannst þetta vera svo niðurdrepandi leikur eitthvað… Svo seinna fann ég gamla FF8 leikinn minn og ég ákvað að byrja upp á nýtt, og ég prófaði Walkthroughs og Hints og Tips úr netinu og ég lærði á þetta Junction kerfi loksins og síðan þá hef ég alltaf rústað FF8 alveg geðveikt vel. Svo sagði vinur minn frá FF7 leiknum sínum, hann hafði fengið hann fyrir nokkrum árum en komst aldrei framhjá fyrsta endakarlinum (við vorum þarna orðnir 10 ára gamlir) og ég ákvað að prófa hann og ég komst geðveikt langt fyrir hann, svo fannst okkur þetta vera geðveikur leikur og við bara elskuðum hann (ég jafnvel sagði Sabertooth í staðinn fyrir Sephiroth en lærði það svo seinna) Svo varð vinur minn fastur á þessari risa-kónguló þegar maður var nýbúinn með Nibelheim og var í Nibelheim Mountains á meðan ég var í útlöndum, svo kom ég heim og bjargaði þessu fyrir hann, svo fór hann útí sveit með FF7 leikinn sinn og hann sagði mér alltaf frá því í símanum hvað var að gerast því ég var ógéðslega spenntur því þetta var uppáhalds leikur minn (og er það enn) en svo þegar hann kom heim, þá sýndi hann mér hvar hann var fastur, Final Sephiroth, ég prófaði að reyna að vinna hann í nokkur skipti, og mér tókst að svo loksins að vinna leikinn fyrir hann og hann varð svo ógéðslega glaður, en hann getur ekki enn unnið hann sjálfur held ég… eða jú, núna getur hann það! :D……..En allavegana, seinna keypti ég mér leikinn og vann hann mjög oft. Svo þegar ég varð 13 ára gamall, þá fékk ég Final Fantasy 10 í afmælisgjöf og ég vann hann líka, svo downloadaði ég svona Emulators af netinu og spilaði gömlu FF leikina, þar á meðal FF1 og FF6 og svona… Og ehh, þannig er FF sagan mín glataða! :D