Til þess að opna hurðina þarftu að fá tvö Item.
( Taktu eftir því að ég skýri þau A og B því ég man ekki hver nöfnin eru, enda ætti það ekki að skipta máli.)
A: Til þess að fá Item A þarftu að fara í Calm lands og fara í Monster Capture Arena ( langt í austur átt,hægri) . Þar þarftu að kaupa vopn og læra að fanga óvini. Karlinn segir þér að þú þurfir að birja á því að fanga öll dýrin í Calm Lands til að hann geti opnað Monster Capture Arena aftur. Gerðu það og talaðu svo við hann. Þaðan af biður hann þig um að fanga öll dýrin í leiknum. Það er Side-Quest sem ég mæli með að þú gerir, en til að birja með skaltu bara ná öllum á Mount Gagazet.
Hint: Mundu bara að dýrin í vatninu inní Mount Gagazet eru talin með.
Þú þarft að fanga a.m.k. eitt af hverju dýri en getur mest fangað 10, allt umfram hámarkið telst ekki með og þú færð engan bónus fyrir það.
B: Til þess að ná Item B þarftu að ná bæði Yojimbo og Anima. Þegar það er búið þarftu að vinna alla Aeon-a sem að konan í Remiem Temple bíður uppá að keppa á móti ( Allir Aeon-ar, þar á meðal Yojimbo og Anima ) Þar sem þú ert búinn að ná Yojimbo skal ég lýsa því fyrir þér hvernig þú átt að ná Anima.
Anima: Það sem þú þarft til að ná Anima er Item-in úr öllum Temple-unum ( Destruction Sphere ) sem þú fórst í á leið þinni um Spira. ( Besaid Temple, Kilika Temple, Djose Temple, Macalania Temple Bevelle Temple og Zanarkand Temple ). Þaðan þarftu að fara í Baaj Temple og þá kemstu inn að Anima og lærir leyndardóminn á bak við þennan Aeon.
Hint: Það sem flestir gera er að gleyma Zanarkand Temple.
Ef þú gleymdir að ná í Item-ið í Besaid Temple eða Macalania Temple þá ertu pínu fokked. Þar bíða þín óvæntar uppákomur sem að þú átt ábyggilega eftir að eiga í vandræðum með.
Baaj Temple: Til að komast í Baaj Temple þarftu að fara í NavMap hjá Cid og fara í Search, þar skaltu finna skýjaþoku nálægt Besaid. Best er að hammra á X og færa örina örlítið til að finna staðinn.
Þegar þú ert kominn með Item A og B þá ferðu að hurðinni og opnar hana með því að skoða hana tvisvar, þaðan kemstu inn að Magus Sisters.
Takk fyrir mig.
ps. Þetta minnir mig allavega, ég man þetta þó ekki alveg :þ
p-ps. Hér með útnefni ég mig konung ýtarlegra svara.
p-p-ps. Mér finnst gaman að skrifa ps ;þ
p-p-p-ps. Ég á mér furðulítið líf.