Fyrir nokkrum vikum kom vinur minn (já, ég á vini, enga kaldhæðni hér), þekktur á Huga sem ebonyman, í heimsókn yfir heila helgi (hann býr í klukkustundarfjarlægð, engar grunsemdir) og kom hann með leikinn Chocobo Racing. Auðvitað tæmdi ég minniskortið og skellti leiknum í. Leikurinn var hin fínasta skemmtun og náði ég að klára hann 100% á rúmum sólarhring. En nóg um það, nú um leikinn.
Leikurinn er um Chocobo sem heitir Choco (SURPRISE!!) og þegar hann fer í ferðalag til þess að finna út afhverju fólk kann að snúast i hringi á 150 kílómetra hraða á farartækjum allt frá línuskautum upp í illa saumuð teppi.
En í alvöru þekkir Choco vísindamann sem finnur upp skauta sem komast á rosalegan hraða. Svo er Choco með ability sem leyfir honum að fara hraðar og það er úr kristal sem allir sem hann keppir við eru með svo þeir ganga í systrafélag með honum og finna fleiri gaura með kristala, bla, bla, bla.
Leikurinn er fyrir Playstation 1 og er því ekki það langur, enda… *HÓST*… kláraði ég hann á 1 sólarhring. Grafík er ekki sérstök, músík ekki sérstök en innihaldið er dýrgripur og leikurinn er frábær skemmtun. Kappaksturskerfið er einfalt og skemmtilegt, maður fer áfram og notar ability sem maður velur fyrir fram til að nota þegar maður fær Ability Gauge fullt. Svo eru auðvitað galdrar og hægt er að safna þeim upp. T.d. ertu með 1 Blizzard galdur og nærð svo öðrum, þá er komið Blizzara. Blizzard skýtur aftur úr sér lítilli hálku en Blizzard skýtur úr sér meiri hálku :D
Mörg secret eru í leiknum og þarf alltaf að vinna leikinn ákveðið oft frá upphafi til enda til að unlocka. Það kerfi er í sjálfu sér sæmileg hugmynd en hún er ekki vel gerð og engin fjölbreytni er þar sem ekki er hægt að nota secretin í Story mode. Maður þarf að klára leikinn 10 sinnum (að mig minnir) til að fá unlockað frábært farartæki að nafni… *find-out-for-yourself*… sem kemst miklu hraðar en hin. OFF-TOPIC: 2-player kerfið i leiknum er einnig stórskemmtilegt.
Ability-in í leiknum eru jafnmörg og karakterarnir, því að með hverjum karakter sem maður fær í Story mode fylgir eitt ability. Það er mjög skemmtilegt að mixa saman characterum og ability, sjá hvernig hver karakter fer að hverju og einu ability.
Allt í allt er leikurinn algjör demantur þó aukahlutir eins og grafík seu ekki upp á marga fiska.
Grafík: 5
Tónlist: 3
Skemmtun: 9
SAMTALS: 6
PS. Afsaka hve greinin er illa upp sett og illa orðuð, getting rusty :/