Gera sér allir hérna grein fyrir því hversu magnaður þessi leikur er? Förum aðeins í gegnum ástæðurnar…það eru SPOILERS, risa SPOILERS. Ekki lesa þetta ef þið eruð ekki búin með leikinn, alls ekki. Eða svona ekki komnir á disk 2. Got that?
Midgar
Þú byrjar í borginni Midgar. Spáiði aðeins núna í það hversu mögnuð hún er. Henni er skipt í Sectors 1-8 og umhverfis borgina eru Mako Reactors sem einfaldlega sjúga Mako draslið úr jörðinni og meðhöndlar það svo sem rafmagn. Pæliði líka í því að það er einskonar stéttaskipting í Midgar. Hægt er að hugsa það þannig að Midgar er tvær hæðir. Fólk býr uppá þarna plate-unum. Það kýs ég að kalla svona efri stéttina sem fær að njóta himinsins og þess háttar. Hinsvegar er neðri stéttin í draslinu og rykinu og drullunni fyrir neðan þessa plate-a sem fær ekki einu sinni að sjá himininn. Að lokum rís þessi geysilegi turn uppúr miðri borginni sem er Shinra Headquarters og getum við séð á því hversu ógnarlega máttugir þeir eru.
Nú fær Shinra að gjalda þess
Helv** Shinra með stæla. Þeir eyðinleggja súluna sem heldur einum plate uppi. Plate-inn hrinur og drepur alla sem eru undir (væntanlega) í Sector 7 bara til að eyða Avalance (sem er sem sagt rebel group-ið sem þið þekkið vonandi alveg). Hversu illt er þetta corporation.
Smátt og smátt fáum við að vita leyndardómana í kringum Aeris. Þar kemur fyrsta fallega atriðið í leiknum þar sem Shinra rænir Aeris og við fárum að tala við ,,mömmu” hennar. Falleg músik, harmleikur Elmyru. Félagar okkar ákveða að þjóta sem snöggvast í Shinra Headquarters og grípa Aeris. Og þvílíkt ris. Endalaust commotion, chaos, geðveikar hetjur. Fáum að hitta Pr. Hojo sem maður sér strax að er eitthvað gúgú. Svo kemur Red XIII eða Nanaki með einhver comment og þykist vera voðalega merkilegur og kemur með setningu eins og “You can ask questions later, you must have a lot of them.” Æ já, svo finnst þeim hann svo merkilegur að þau bara gleyma að spyrja hann. Úps. Allavega.
Heimurinn bíður, líka Sephiroth
Svo fara félagar í ferð sína í leit að Sephiroth. Risið klárast með geðveikum mótorhjólaleik og síðan kemur þessi yndislega world map músik. Þvílík slökun á frábæru risi. Þetta World Map Theme, er svona rólegt, koma svo trommur og verður allt í einu rosalega powerful og svona frábær ,,we’re on a journey which may be very long”. Þá skellum við okkur í Kalm, bæ þarna skammt undan og Cloud segir sögu sína um Sephiroth og þetta bull allt saman. Jebb bull, því Cloud er ekki heill heilsu og veit ekkert hvað hann er að spá. Hvað það er nú vandræðalegt að segja fólki sögu um sjálfan sig og segja hana ekki rétta.
Miðgarðsormurinn Jörmungandur
Ah, svo sá sem við erum eftir er svona máttugur. Hélt hann væri bara retired American soldier. Vill svo til að Sephiroth er búinn að slátra Midgar Zolom og náði einhver veginn að flegi orminum á eitthvað dæmi þarna hjá hellinum. Vill samt til að eftir smá ævintýri munu félagar okkar taka auðveldlega í lurginn á þessu orma kvikindi, bara nokkur level og þá er þetta komið…ætli Sephiroth fái level eða er hann í Level 99?
George Bush junior
Oj bara, ljóshærði, hvítklæddi wannabe hero Rufus að verða forseti. Já, leikurinn vill ekki að við missum af því, heldur fáum við bara að vera með í President Parade dæmi í Junon. Orræd. Verst að Vincent sé ekki kominn með einhvern sniper þarna…
Meira en bara farangur
Við siglum yfir hafið á Cargo Ship og auðvitað kemur eitthvað commotion þar, en það er ekki bara commotion, Sephiroth sjálfur er þarna ásamt…Jenovu. Well, well, if it isn’t the great detective and his BEautiful assistant (Broken Sword: The Shadows of the Templars).
Ævintýrið heldur áfram, fáum að fyljast með sögu Barrets í Corel, fara í Gold Saucer (sem er rosalega illa auglýst), fáum að fylgjast með sögu Reds, förum í Nibelheim og svo hittum við loks Cid í Rocket Town (þessi bær heitir örugglega Muspell í alvörunni, Niflheimur, Múspell, get it? get it???). Og þetta Cid’s Theme maður, þvílík hetja og töffari. Þetta er svona “Okay, I’ve made up my mind. Let’s go people, for the FINAL BATTLE” músik. Oh sjitt (löglegt íslenskt orð). Shinra eru þarna (Palmer sem lendir á einhverjum rosalega mysterious trukk og deyr, what the fu*k). Svo hendast félagarnir á Tiny Bronco, geðveikur hasar og útúr bænum að meðtöldum Cid auðvitað sem hleypur eins og einhver hálfviti útúr bænum á eftir flugvélinni sinni. Skot lendir í Tiny Bronco og greyin lenda í hafinu en félagar okkar nota kvikindið bara sem bát. Þvílík hugmynd að vatnafarartæki.
Vá, ég er í trance-i.
Veteran