Jæja, núna er komin inn enn ein greinin þar sem einhver dissar Final Fantasy tölvuleik og segir hann hryllilegri en restina. Og ekki bara það, heldur kom viðkomandi með komment um hvað allir væru barnalegir, gætu ekki rökstutt skoðanir sínar, og endaði svo að líkja öðrum við það sem hann sýndi að hann væri með því að skrifa greinina.
Tröll, eða þursar eins og þau eru oft kölluð, eiga heima í hverju horni netsamfélagsins, og þau eiga líka heima hér á Final Fantasy. Ég ætla ekki að neita því að ég hef sýnt tröllaskap í þau skipti sem rifrildi um frábærleika Final Fantasy IX og ömurleika Final Fantasy VIII hafi komið upp, en gallinn er, að allir hinir hafa gert það líka. Það sama gildir um Leonheart, sem skrifaði fyrrnefnda grein. Hann rakkar niður tölvuleik án þess að gefa góð rök fyrir (því, eins og ég sagði í svari mínu við greininni, þá get ég skrifað svipaða grein um alla Final Fantasy leiki sem ég hef spilað), en bölvar svo öðrum fyrir að sýna eigin skoðanir, segjandi þá hafa verið með dónaskap og skítkast.
Ég er sjálfur orðinn hundleiður á svona móral í fólki hérna. Shadowmaker mætti hætta þessu Final Fantasy X-2 dissi, fólk mætti tjilla á Final Fantasy VIII og IX dissi, og ef einhver í andskotanum ætlar að skrifa umfjöllun um Final Fantasy tölvuleik, bara vinamlegast að birta hana í bakgrunninum á tölvunni ykkar eða eitthvað, því það síðasta sem þetta áhugamál þarfnast, er meira skítkast.
Verði ykkur að góðu.