Jæja ég ætla að segja sögunu um gleðiför mína í music og myndir eða M&M búðina sem var í mjóddinni en því miður er búið að leggja búðina niður eins og stendur og er komin ljósmyndabúð þar.
Ég rölti niður í M&M og var með þrjú þúsund kall í vasanum sem er ei verra. Ég var að spá í að kaupa einhverja rammstein diska eða eitthvað álíka. Ég var búinn að skoða alla rekkana í búðinni þar að meðal hljómlistarrekkana tölvuleikja rekkana og eiginlega allt sem var í búðinni.
Það var nú bara þannig að ég rakst í einn tölvuleikja rekkan og hellingur af tölvuleikjum duttu niður. Ekki var ég lengi að byrja tína leikina upp en þegar var komið að síðasta leiknum fannst mér nafnið á einum leiknum þarna svolítið undarlegt.
Það var Final Fantasy 7 eða það held ég ef mig minnir hvernig rómversku tölurnar eru. Ég skoðaði bakhlið hulstursins og las ég heilan helling og fannst mér þetta voða skrýtinn leikur.
Þegar ég var byrjaður að lesa um að maður gæti notað guða og farið á bak á einhverju dýri (chocobo ef ég man hvernig maður skrifar það). Eftir langa umhugsun ákvað ég að kaupa leikinn og dró ég upp 3000 kallinn og fékk reyndar eina krónu til baka frá afgreiðslumanninum. Því leikurinn kostaði ekki meira né minna 2.999. Hann setti leikinn í poka og rétti mér M&M pokann með leiknum í.
Þá gekk ég af stað heim úr þessari gleðiför með bros á vor. Þegar ég kom heim var ég ekki heldur lengi að setja leikinn í taka fjarstýringuna upp og koma mér vel fyrir í svarta ameríska leðursófanum.
Og frá með þessum degi þegar ég rakst í tölvuleikja rekkann þá hef ég ávallt spilað Final Fantasy leikina. En gaman er að segja frá því að ég á alla Final Fantasy leikina eins og staðan er í dag.