Já, ég skellti mér í eina búð í dag og rakst á, ekki eitt, heldur tvö Playstation 2 blöð með skoti úr Final Fantasy: Advent Children á forsíðunni. Ég var ekki lengi að glugga í þau og reyna að krafsa eitthvað úr þeim upplúsingum sem þar voru með minni einstaklega takmörkuðu japönskukunnáttu. En já, eitt það fyrsta sem ég tók glögglega eftir var að Tifa er með stór brjóst eins og í leikjunum. EINNIG tók ég eftir litlu merki á símanum sem Cloud heldur á, en það er lítið i sem einkennir i-mode símana frá DoCoMo í Japan.

Það kemur í ljós þegar ég fletti síðum að þetta reynist vera FOMA P900iV frá NTT DoCoMo, en tölvuleikurinn Before Crisis: Final Fantasy VII mun koma til með að koma út á hann (ef hann er ekki nú þegar kominn út? Er ekki viss með smáatriðin).
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vera heldur léleg brella hjá NTT DoCoMo og frekar skömmustulegt hjá Square-Enix að taka við þeim peningum sem þetta stærsta farsímafyrirtæki Japan hefur látið þá fá fyrir þessa smánarlegu auglýsingu.

Einnig vil ég útrýma öllum misskilning hvað varðar nafn Aerith Gainsborough úr Final Fantasy VII. Svo virðist sem fólk telji að hún sé kölluð Aerith vegna þess að hún var kölluð það í Kingdom Hearts, en það er rangt. Nafn hennar í Japönsku útgáfunni er “Aerisu”, en nafnið var vitlaust þýtt sem Aeris í ensku útgáfunni af FF7, þegar það átti að vera Aerith. Þess má geta að hún mun koma til með að birtast í Final Fantasy: Advent Children, en þó er ég ekki enn viss í hvers konar hlutverki, það er sem persóna í aðalsögunni eða sem hluti af flashbacki… það verður víst allt að koma í ljós þegar myndin kemur út seinna á árinu.

Ath. að sumar 2004 er ekki staðfestur útgáfutími myndarinnar, útgáfudagur hefur ekki verið tilkynntur, né verð. Sumarið er núna í hámarki í Japan (þar sem þeir lýstu því yfir að regntíðinni væri lokið og hásumar væri að hefjast í morgun), og miðað við að útgáfudagur er ekki kominn þá er best að veðja á haust eða vetur með útgáfudag…<br><br>Með kveðju,
Vilhelm Smári
<a href="http://www.vilhelm.is/“><font color=”green“>Vefsíða</font></a> - <a href=”mailto:vilhelm@vilhelm.is“><font color=”green“>Vefpóstur</font></a>

<i>”Og Villi sagði ‘verði stuð,’ og það varð stuð. Og hann sá að stuðið var kúlt."</i>
- Genesis, 1. kafli