Nú hafa vinir mínir orðið helvíti “hooked” á Final Fantasy leikjunum og ef þeir festast segjum í svona klukkutíma eða jafnvel minna þá leita þeir alltaf eftir upplýsingum, bæði til mín eða jafnvel á einhverjar “Unoffical Final fantasy” síður. Það sem ég er svona að segja í stuttu máli, að ég held að sumt fólk bara hafi ekki þolinmæðina og getuna í að vinna Final Fantasy leik á eigin fótum. Þannig að ég held svona að fólk sem byrjar að spila núna Final fantasy leiki, geri mjög mikið af þessu leita á þessum svokölluðu “Unoffical Final Fantasy” síðum. En ég veit nú alveg það er freistandi ef maður hefur netið og getur sótt upplýsingar á svona síður en það samt tapar allri getunni í þessum leikjum. Eins og ég, ég hef aldrei notað Walkthrough, magic svindl, t.d. eins og Zombie og Life, það er hreinlega bara ekkert gaman og skemmtuninn er ekki jafn mikil. Það er alveg rosalega gaman að vinna Final Fantasy leik án þess að nota þessi svokölluðu “Walkthroughs”, og maður getur alveg verið stoltur af sér ef maður nær að vinna einhvern Final Fantasy leik 100%, ég er samt ekkert að segja að þið þurfið að vinna Final Fantasy 100%, því það er alveg hræðilega leiðinlegt og langdregið að vinna Final Fantasy 100% án þess að nota “Walkthroughs” þannig að ég held að ég hafi bara aldrei unnið neinn Final Fantasy leik 100%. En það sem þessi grein átti að meina er það að ég held að eftir að allar þessar “Unoffical Final Fantasy” síður hafa verið hýstar, þá hefur fólk mjög mikið sóst eftir þessu, t.d. til þess að finna alla GF, öll stjörnumerki, bestu vopnin, bestu materia/magic.
Kv. Arna