Það eru nú ekki ALLIR FPS leikir rusl, en það eru þónokkrir. T.d. finnst mér Soldier of Fortune ömurlegur, Elite FOrce ódýrt “cash-in” á Voyager þættina og Kiss: Psycho Circus er bara… ojjj!
En svo er Half-Life, og þá á ég aðallega við öll modin: Counter-Strike, Day of Defeat, Science & Industry, Action HL og þannig. Þetta er allt gott stuff. Quake 3 og Unreal Tournament eru líka ágætir í hófi.
En hvað með það. Final Fantasy árátta, segið þið? Já, það er satt. Á tímabili downloadaði ég emulatorum og öllum romunum fyrir Final Fantasy leikina á Nintendo og Super Nintendo. Ég hékk í þeim og kláraði þá alla. En svo voru auðvitað þessir “Japan-only”, þeir komu aldrei á markað í Bandaríkjunum og Evrópu.
En ég hékk náttúrulega langmest í Final Fantasy VII þegar hann kom. Ég man alltaf eftir því. Hann var það sérstakur að það voru sjónvarpsauglýsingar fyrir hann! Og það þykir merkilegt hérlendis! Final Fantasy VII varð til þess að ég fór að kynna mér alla seríunna mun betur.<br><br>Royal Fool