Halló, ég er hér kominn til að tala um Final Fantasy 5 en fyrst vill ég segja: mér er nákvæmlega sama um stafsettningavillur svo að ef þið ættlið að svara þessari grein þá hafið eitthvað að segja annað einhver leiðindi en endilega spyrjið mig ef þið skiljið ekki eitthvað.

Ég byrjaði ekki að spila Final Fantasy leikina fyrr en vinur bað mig um hjálp í FF 7 leiknum (það var ekki til leikur sem ég og hann gátum ekki unnið þegar við vorum saman) og ég byrjaði þá að fíla hann í tættlur og gjörsamlega elskaði FF 8 en fílaði ekki eins FF 9 og eiginlega þoldi ekki FF 10 (X).

En svo einn daginn rakst ég á svona forrit þar sem maður getur spilað gömlu NES og SNES leikina í PC og downloadaði Final Fantasy 5 og hékk stannslaust í honum, FF 5 er besti Final Fantasy leikurinn sem hefur verið gefinn út og er með geðveikt skemmtilegum söguþráði og skemmtilegu umhverfi. Það er sérstaklega gaman að berjast í honum og að geta haft svona mikið frelsi (sem ég veit að er í hinum FF leikjunum).

En svo keypti vinur minn (sá sami og ég sagði frá áðan) FF 10 (X) og inní var diskur með myndbandi úr endurútgáfuni af sjálfum Final Fantasy 5 og þá var ég að deyja úr spennu.
En núna er hann ekki ennþá kominn út og ég spyr: veit einhver hvenar hann kemur út???

En endilega ef einhver á Final Fantasy 5 á gömlu NES eða SNES (man ekki á hvaða tölvu hann kom) endilega látið mig vita og spilið hann aftur ef þið hafið tíma og segið álit ykkar á þessum leik.

Þetta er ekkert nákvæm grein um leikinn en ef ég nenni þá kemur hún seinna.

Ég er núna að deyja úr spennu og bíð eftir Final Fantasy: Crystal Chronicles á Nintendo GameCube

En hér eru linkar á staði þar sem maður getur downloadað NES og SNES emulator og leikjum:
Besta ráðið er samt að fara á www.altavista.com og skrifa: NES Emulator eða SNES Emulator en hér getið þið náð í snes 9x sem er virkilega góður (minnir mig):

http://emureview.ztnet.com/snes/downloads.htm

Kveðja Killerade.