Hvorn fíluðu þið betur, FF4 eða FF5?
Persónulega fannst mér FF5 mikið betri því að ég hafði verið með svo svakalegar væntingar um FF4 þegar ég fór í hann. Fullt af fólki hafði verið að segja að hann væri svoleiðis langbesti ff leikurinn að allir hinir bliknuðu í samanburði við hann o.s.frv. en síðan þegar ég spilaði hann varð ég fyrir massívum vonbrigðum.
Hann er með svakalega leiðinlega grafík (takið eftir því, leiðinlega ekki lélega), það er lélegt bardagakerfi í honum, karakterarnir eru alls ekkert flottir/svalir og þeir þróast ekkert áfram sem persónur (nema kannski cecil). Kain, sem ég hélt að yrði svalasti karakter allra tíma, var bara algjör aumingi sem var svo viðbjóðslega pirrandi þegar líða fór á leikinn að mann langaði mest til að ráðast á hann. Eitt af því fáa góða við þennan leik var Edge, ninjan í leiknum. Hann og kannski Yang héldu mér spilandi hann frá upphafi til enda. Og, já. Eitt það mest pirrandi við þennan &%(“%$#” leik var það að ALLIR voru að drepast alveg þvers og kruss. Ég var orðinn vægast sagt pirraður fyrir rest þegar maður þurfti bara að spila í svona hálftíma og þá dó einhver. Verulega pirrandi.
FF5 hinsvegar var ljós í myrkrinu. Ég spilaði hann rétt eftir að hafa spilað FF4 og var svo ánægður með hann að hann er uppáhalds FFinn minn enn í dag. Grafíkin er á þessum tíma kominn í það form sem er ásættanlegt. Skjárinn feidar meira að segja úr bardögum yfir í wordmap skjáinn og karakterarnir eru farnir að geta sýnt svipbrygði, annað en í síðasta leik. Þegar hér er komið við sögu eru framleiðendurnir búnir að sjá að sér og hafa þess vegna bara fasta fjóra karaktera sem maður er með út leikinn. Það er mikil dulúð í kringum þá alla, sem er náttúrulega algjör snilld. Síðan er þetta dæmi sem var hermt eftir í FF6, að hafa tvo heima (eða reyndar þrjá). Það er bara töff og ekkert annað. En það langsvalasta er hvað skrímsin eru orðin raunveruleg. Eins og þegar maður slæst við Bahamut…Vá!! Hann er ekkert allt of raunverulegur en snilldin á bak við það hvernig hann birtist og bara lúkkið á honum! Algjör snilld!
Jæja, en hvað finnst ykkur? FF4 eða FF5?<br><br>Have you ever wondered what chickens do when you're not looking? Me neither…