Ég hef spilað sjö final fantasy leiki og fannst hver og einn þeirra algjör snilld. Sá fyrsti sem ég spilaði var FF8 og fannst mér hann besti leikur sem ég hafði nokkurntíma spilað þegar ég spilaði hann. Svo gerðist það núna um daginn að ég fékk hann aftur lánaðann og spilaði hann. Það hefði ég ekki átt að gera.
Mér fannst hann bara svona sæmilegur í seinna skiptið, ekkert meira en það. Þá fór ég að pæla, á maður eitthvað að vera að spila ff leiki oftar en einu sinni? Er ekki betra að vera með frábærann leik í minningunni heldur en sæmilegan í endurspilun? Ég veit ekki um ykkur en ég ætla aldrei að spila ff leik tvisvar framar.
En hvað finnst ykkur?<br><br>Have you ever wondered what chickens do when you're not looking? Me neither…