Eins og ALLIR vita þá einkenna bardaagar Final Fantasy
leikina :D ef þið vissuð það ekki þá þarf ég að fá nafnið ykkar,
heimilisfang og kennitölu og hringja síðan á Klepp.

En það sem ég er að pæla í í ÞETTA sinn er mismunur
styrkleikaflokks bardaga í FF8 og FFX (FJÚFF, þetta var nú erfið
setning ;) ) .

Persónulega finnst mér bardagarnir í FF8 MIKLU léttari en í
FFX eru þeir GIGAerfiðir.

(SPOILER) Bardagar í FF8 á borð við Ifrit og lokabardagann eru
þeir erfiðustu þótt að þeir séu léttir. Ifrit er erfiður einfaldlega út af
því að það er fyrsti BOSS BATTLE í leiknum og maður er nánast
ekkert búinn að þjálfa Squall og Quistis. En lokabardaginn er
erfiður því að…tja….það er lokabardaginn !! :D En hins vegar
bardagar á borð við Seifer í enda disc 3 og Oilboyle eru það
léttir að maður er alveg að kúgast.

Bardagar í FFX myndi ég telja erfiða. Seymour Flux er erfiður (ef
maður fer ekki eftir leiðinni sem ég fattaði ;) ) , Sanctuary
Keeper, og svona mætti telja lengi vel…en ég hef á þessarri
stundu því miður ekki lokið við leikinn (Zanarkand Temple)
þannig að ég get ekki nefnt fleiri erfiða bardaga.

Það sem ég vil að þið svarið með er hörð gagnrýni á greininni
(ekki vera að spara það) , telja upp fleiri erfiða bardaga, segja að
þessi bardagi sé SVOOOO léttur o.s.frv. Svo HUNDSKAMMIÐ
MIG BARA !!!!!!

LPFAN