Það hafa verið nokkrar mismunandi gerðir af farartækjum í FF eins og allir vita. Chocobo, bílar, airships, bátar og kafbátar. Það eru þau helstu.
Chocobo-inn hefur alltaf verið sígildur í FF og má eiginlega ekki hverfa alveg úr FF leikjum. Hann hefur oftast verið notaður mest sem land farartæki en í sumum leikjum hefur hann þó önnur ability sérstaklega í FF9.
Bílar voru alltaf skemmtilegir, þó sérstaklega buggy-inn í FF7. Too bad að hann átti það til að hverfa og maður þurfti lítið að nota hann.
Kafbátar hafa komið allt of sjaldan. Það var kafbátur í FF5 og FF7. Engum öðrum held ég nú bara. Og svo var of lítið hægt að gera underwater í FF5. Í FF7 var hann fullkominn.
Airship-in koma nú í öllum FF leikjum. Það vita nú allir um það. Hinsvegar eru mjög örar breytingar á þeim.
Farartækin þurfa smá breytingu. Maður veit alltaf hvernig þetta er. Þú færð skip og síðan airship og fram og aftur svona. Chocobo-inn er einhversstaðar í öllum leikjum, hvort sem það er sidequest eða venjulegur fararmáti. Maður er farinn að spurja sjálfan sig í nýjum FF leik: ,,Hvenær fæ ég nú airship-ið” af því að það kemur alltaf.
Eitt farartæki sem þarf að koma aftur er Hovercraft-inn úr FF4. Það væri gaman að sjá svoleiðis aftur í þrívíddar FF leik. Ég hef góðar væntingar fyrir FF X-2 í sambandi við farartæki því þá er eitthvað skemmtilegt vélmennasystem í airship-inu. Svona smá tilbreyting.