Aftur var ég búinn að skrifa hellings grein en hún strokaðist út. Það var um nöfn o.f.l í FF. Oftar en ekki eru nöfn á óvinum og þessháttar upprunin úr goðafræði. Ég vildi helst benda ykkur á síðu sem ég fann á slóðinni www.pantheon.org/mythica.html. Ég held allavega að þetta sé svona.
Á þessari síðu finnið allt um goðafræði um allan heim.
Þeir sem hafa áhuga á henni og einkennilegum nöfnum í FF ættu endilega að kíkja á þetta.
Þið getið lesið allt um Odin, Thor og fleiri. Nidhogg í FFX er þarna einhversstaðar svo að dæmi sé nefnt.

Með því að spila Final Fantasy og Castlevania hef ég fengið gífurlegan áhuga á goðafræði.
Mér sýnist eins og flestir séu hættir að kíkja á FF áhugamálið. Ég býst við að það gerist eitthvað meira eftir að nýju FF leikirnir koma. En setiði nú samt einhver álit á þessar blessuðu greinar mínar. Maður fær um 6 álit á greinar inná FF á meðan fólk fær 30 álit á öðrum áhugamálum. Bara smá pirringur.
En allavega ætlaði ég bara að láta ykkur vita um þessa síðu.

Kveðja Sig…nei ég meina Veteran;)