Sælt veri fólkið

Ég vildi aðeins tala um Final Fantasy veiki. Eins og þið vitið
kannski þá er hægt að verða óður í tölvuleik og bara getur ekki
hætt. Það er til t.d. Tomb Raider veiki, Hitman veiki, Spyro veiki
o.s.frv. En ég held að Final Fantasy veikin sé verst :) Ekki það
að hún sé slæm, en maður verður einhvern veginn háður
Final Fantasy. Ég man ekki hvernig ég uppgötvaði FF en ég sá
frænda minn í FFX a.m.k. og þá hefur kannski kviknað í æðinu.
Ég fékk FF8 lánaðan hjá frændvini mínum sem að stóri bróðir
hans átti. Ég fékk hann lánaðan í júní sl. og hef haft hann
síðan. Hann hefur ekkert saknað hans(vinfrændi minn)því að
hann spilar ekki leikina og það er ekki nógu og mikil olía hjá
honum. Stóri bróðir hans saknar heldur ekki leiksins mikið
því Memory cörd virka ekki í PS-tölvunni þeirra, það bilaði
innsendingin eftir Memory card úr annarri tegund af tölvu.

En aftur að þessu FF-æði. Ég fékk það, já, þegar að ég fékk
leikinn lánaðan og hef verið með æðið síðan. Maður fer að
venjast Final Fantasy og ánetjast honum og maður bara
GETUR EKKI HÆTT!!! Svo þetta er ferlið:

SPILA-ÉTA-SPILA-ÉTA-SPILA-SOFA-ÉTA-SPILA- o.s.frv.

Ég hef bara spilað FF8 svo ég get ekki dæmt mjög vel hver er
bestur…en mér finnst FF8 ®ÚL@!

Svona er þetta. Svarið þessu með ykkar æði. :þ