Ókei, örugglega allir FF aðdáendur vita að FFXI kemur einhverntímann eftir áramót. Ég hef verið að skoða og fundið dálitlar upplýsingar um þennan leik. Allir sem vilja ekki vita hvernig hann er strax, heldur vilja fá að prófa og sjá, EKKI LESA ÞESSA GREIN! Ókei nú er ég búin að vara ykkur við. FFXI er nokkuð líkur FFV, nema hvað grafíkin er MIKLU betri. Maður fær að velja jobbin, eins og t.d. Black Mage, White Mage, Paladin, Dark Paladin og svo framveigis. Svo fær maður líka að velja kyn og ættbálk. Ættbálkarnir eru: Tarutaru(litlir sætir kallar sem virðast vera lítil börn með hundsnef og augu. Þau eru með eitthvað svona immortal dæmi), Mithra(maður getur bara leikið female í þessum ættflokki. Þetta eru svona verur eins og kentárar…), mannfólk(þið getið nú bara sagt ykkur það sjálf.), elvaan(þetta eru furðulegar verur, samt ekki jafn furðulegar og Mithra. Þau eru með svona HUGE eyru en líta út eins og menn að flestu leiti.), galka(þetta eru svona Ogre verur. Grænir, stórir og ljótir og eru bara karlkyns. Þeir regeneratast þegar þeir deyja.). Svo getur maður líka ákveðið hvar maður býr, s.s. Bastok, San D'oria, Windurst. Það er líka til staður sem heitir Jueno en það er ekki hægt að velja það sem fæðingarstað sinn. Jobbin eru þessi: Warrior, Monk, White Mage, Black Mage, Red Mage, Thief, Bard, Beast Master, Dark Knight, Paladin og Ranger. Svo getur maður náttúrulega valið útlitið á persónunni sinni. Ég hef ekki hugmynd um hver söguþráðurinn er, sem er gott því ég vil ekki vita það fyrr en ég fæ leikinn. Maður getur samt valið hvort maður vill fylgja söguþræðinum eða leitað að þessum Lengendary Monsters, og ég hef líka heyrt að þú getur búið til þína eigin íbúð. Þetta er semsagt skemmtileg blanda af Baldurs Gate, Final Fantasy og Sims….ó, crap, ég þarf að fara!
PS. Ef þú last þessa grein og vildir það ekki þá geturu ekki sagt að ég hafi ekki varað þig við.