Mig langar aðeins að segja álit mitt á endum í FF leikjum. Þá er ég að tala um svona enda kaflana. Þið ættuð að vita það að það eru SPOILERAR hérna. Og ég gæti líka sagt eitthvað sem þið eruð ekki búin með eða vissuð ekki um svo ekki berja mig ef þið sjáið eitthvað sem þið vilduð ekki sjá. Ég ætla að tala um alla FF leiki sem ég hef prófað, eða sennsagt FF4-FF10. Reynið þið að komast hjá því að lesa um leiki sem þið hafið ekki klárað eða viljið ekki lesa um. Ég vil að sjálfsögðu fá eins mörg álit og hægt er. Ég minni líka eindregið á greinarnar mínar ,,Myndir eftir leikjum” og ,,All the fantasies”. Svarið þeim líka endilega ef þið eruð ekki búin að því.
Endarnir (aftur minni ég á SPOILERA)!
FF4: Síðasta borðið er töff og það er gaman að geta fengið svona svokallað ,,besta equipmentið” fyrir alla karakteranna. En það mætti vera hægt að fara í Tower of Wishes í Mysidiu og skipta um karaktera.
FF5: Ég er ekki búinn að drepa síðasta aðalóvininn mainly af því að mig vantar fleiri ability og HP. Mér finnst vanta dáldið uppá síðasta borðið, en það var eitt sem var flott við það sem mig langar alltaf að hafa í FF leikjum: Það var slatti af aðal óvinum í síðasta borðinu. Mér finnst leiðinlegt að geta ekki farið í alla bæji og á alla staði í enda FF leikja. Það er ekki hægt í FF5 og FF8. Og til að bæta við FF5, þá finnst mér gaman að geta notað kafbát. Það er líka hægt í FF7. Hinsvegar mætti bæta við einhverju neðansjávar, kannski einhverjum leyni aðal óvin (eitthvað svona Gaia, Terra eða Ultima Weapon). Það er líka snilld að heinarnir tveir í leiknum fara saman og þú getur heimsótt staði sem þú hélst þú sæir aldrei aftur, staði á borð við Val Castle. Vel úthugsað hvernig á að ná í Odin.
FF6: Vá, hvar á ég að byrja. Mér finnst geðveikt töff að þurfa að finna alla karakterana aftur. Það mætti bæta við einhverju við síðasta borðið, veit ekki hvað, fleiri aðal óvinum kannski. Síðasti aðal óvinurinn var flottur en lagið var ekkert sérstakt. Endirinn var líka frekar lame. Dreka sidequestið var flott og einnig var Doom Gaze flottur kall.
FF7: Síðasta borðið var kannski fremur innantómt. Það er ekki mikið um equipment í því en þó var hægt að finna slatta af Materium. Það er alltaf gaman að geta farið margar leiðir. Það hefði mátt vera aðeins meira í endinum á FF7. Það er gott að hafa Weapons þarna að vísu.
FF8: Það er nú ekkert hægt að gera í endanum á FF8. Endirinn sjálfur var flottur og síðasti aðal óvinurinn var flottur. Það er ekki hægt að fara í neina bæji eða neitt. Að vísu eru einhver sidequest á borð við Alien sidequest. En það er líklega hægt að gera það líka á disk 3.
FF9: Ég verð nú að segja að síðasta borðið var frekar eintómt. SPOILER: Síðasti aðal óvinurinn (sá sem kom á eftir Kuja) var bara búinn til bara til að vera þarna. Bara til að berjast við einn kall í viðbót. Endirinn var í sjálfum sér ágætur.
FF10: Sidequestin í FF10 eru svona sidequest sem maður nennir ekki alltaf að vera að gera. Monster Arena, Thunder Plains, og Butterfly Catching Game (oj bara) eru dæmi um þetta. Það er gaman að fá Celestial Weapons og Crests og Sigils og ekki er mikið meira á ferð. Lame aðal óvinur og endirinn er móðgun!