Jæja, ótrúlegt hvað fólk getur verið heimskt og barnalegt.
Nintendo er ekki að gera leikina sína fyrir 3-10 ára börn eins og margir vilja halda fram hérna, heldur gera þeir þá fyrir alla, ekki bara börn.
Mér þætti skemmtilegt að horfa á 10 ára barn klára nýjasta Mario leikinn (Mario sunshine)
eða Mario64. Þó leikirnir snúist ekki um tilgangslaust ofbeldi, og blóð, þá þýðir það ekki að þeir séu fyrir börn. Nintendo gera eitt betur en nokkur annar, finna upp á nýjum hugmyndum og gera frumlega OG skemmtilega leiki.
Þið sem sögðuð að grafíkin væri barnaleg og ljót í Nintendo leikjum, ég sá AA(Anti-aliasing) fyrst í N64 leik, hafði aldrei séð það áður, og kíkjið á Mario Sunshine, og seigið mér svo, hafiði einhverntíman séð eins flott og vel gert vatn í tölvuleik? svarið er nei!
Án Nintendo væri ekkert Metal Gear Solis, Final Fantasy, Gran Turismo, whatever.
Það er Nintendo að þakka/kenna að PlayStation varð til, það að seigja að Nintendo sucki sýnir reynslu og þekkingu ykkar á tölvuleikjum/leikjatölvum.
Þið þekktuð ekki stýripinna eins og þeir eru í dag (handheld game pads) hefði Nintendo ekki komið með Famicom fjarstýringuna(fyrirgefið ef ég er að rugla held að það hafi verið á Famicom tölvunni.), sem þróaðist svo útí það sem þið notið í dag.
sama má seigja um analog sticks, og rumbling controllers.
siggi1: “NINTENDO SÖKK NINTENDO SÖKK NINTENDO SÖKK”
Geturðu komið með einhver rök sem styðja þetta?.. (ég efast nú stórlega um það, þar sem þú átt greinilega í erfiðleikum með að skrifa “sættu þig(SÆTTUÐI)” og “copy(COPI)”)
Gunnih: “Nintendo hefur alltaf verið barnalegt og viðbjóðslegt”
Eins og ég sagði áðan, Nintendo planar fæsta leikina sína fyrir börn. Hefurðu virkilega aldrei tekið eftir magninu af barnaleikjum fyrir PS2?
allskonar Disney kjaftæði, og fleiri barnaleikir, sérstaklega gerðir fyrir börn, þú kallinn, ert viðbjóður, ekki Nintendo.
Jakob: “Nintendo eigendur eiga ekki eftir að geta metið FF söguþræði þegar þeir aru vanir:
”Mario! come and save me, I have been kidnapped… again“
nokkrum hoppum og ljótu yfirvaraskeggi síðar:
”Oh Mario you have saved me… again“”
Mario leikir hafa ALDREI verið um söguþráð, þeir eru um gameplay, og gameplay-ið er virkilega skemmtilegt, og yfirleitt er a.m.k ein ný frumleg hugmynd
eða einhvað byltingarkennt í hverjum Mario leik.
Það er meira en hægt er að seigja um marga.
indiya: “Djöfulsins rugl! Final Fantasy á að vera á Play Station tölvunum! Mér finnst Game Cube og Nintendo mestu rusl tölvur sem til eru.”
Þú seigir að Game Cube og Nintendo séu mestu rusl tölvur sem til eru :)? tölvur? þú nefndir bara eina, GameCube. 'nuff said.
Jakob: “Ég nenni ekki að nota allan minn tíma í að ífast um eithvað sem ég veit svarið á (no offence)”
Þetta er kallað að lifa í sjálfsblekkingu, þetta svar sem þú ert að tala um er sennilega: “Nintendo sucks, barnalegt drasl”
eða einhvað álíka sem er eins og ég hef sagt oft áður, kjaftæði.
Ég skil alveg að fólk hafi mismunandi smekk, en að kalla Nintendo barnalegt drasl er bara heimskulegt, og sýnir ekkert annað en hversu mikið sá einstaklingur veit um Nintendo eða leikjatölvu bransann almennt.
Jakob, þú sagðir þó eina setningu af viti og hún var: “Allir mega hafa sínar skoðanir, þótt þær sæu frekar vitlausar :)” tek undir með þér þarna, og vona að þú þroskist og hættir þessu Nintendo hatri.
Gunnih: “Sammála þér jakob og siggi1 og harry má bara hoppa upp i rass____ á sér ”
Heh, varst það ekki þú sem sagðir að Nintendo væri barnalegt? Hvernig væri nú að þroskast aðeins og hætta barnaskapnum sjálfur áður en þú ferð að kalla snillingana hjá Nintendo barnalega.
Hugsaðu áður en þú skrifar.
Jæja, þetta er nú orðið frekar langt hjá mér, efast nú um að margir eigi eftir að lesa þetta þar sem þetta er farið af forsíðu FF áhugamálsins.
Vil líka benda á að ég hef EKKERT á móti PS eða Sony, ég á Ps2 og finnst hún fín.