Ég hef skrifað mjög svipaða grein áður hér á Final Fantasy, en þar sem það var fyrir rúmu ári ætla ég að endur skrifa hana þar sem fólk er ennþá að ruglast á þessu :).

Final Fantasy er squaresoft leikjasería sem hefur núna náð tölunni 10 eða X. Final Fantasy Mystic Quest hefur ekkert að gera við þessa seríu og er crappy leikur.

Final Fantasy Tactics og Anthology eru aðrir tveir leikir sem squaresoft gaf ekki út en eiga að vera ágætir (skilst mér þetta er óstaðfest).

Eins og allir vita er Squaresoft japanskt fyrirtæki og þar af leiðandi koma leikir þeirra fyrst í japan. Bandaríkja menn hafa síðan tekið sig til og þýtt SUMA þessara leikja eftir að bandaríkjamenn þýddu þessa leiki var lítið mál fyrir evrópubúa að rétt breyta kerfinu í evrópskt og þannig komu leikirnir hingað.

Þegar Bandaríkjamenn gerðu þetta fóru númer leikjanna í rugl í bandaríjunum og sömuleiðis evrópu. Hér að neðan höfum við samanburð á japan og BNA þ.e. hvaða númer leikirnir fengu þegar þeir voru gefnir út á hvorum stað fyrir sig.

JAPAN BNA
FFI FFI NES
FFII - NES
FFIII - NES
FFIV FFII SNES
FFV - SNES
FFVI FFIII SNES/PSX
FFVII FFVII PSX
FFVIII FFVIII PSX
FFIX FFIX PSX
FFX FFX PS2

FFVII FFVIII & FFIX munu koma á PS2 bráðlega endurgefnir út. (eða svo hef ég heyrt, oftar en einu sinni).

Final Fantasy VI var endurgefin út í japan fyrir þó nokkru með myndböndum og hafði það EKKERT að gera við nafnið, leikurinn var FFVI fyrir og eftir útgáfuna. Bandaríkjamenn hinsvegar breyttu ekki tölunni á endurútgefna leiknum úr VI í III heldur héldu þeir bara hinu japanska VI og þessvegna trúi ég því að sú saga hafi sprottið að FFVI sé hinn endurútgefni FFIII, FFIII er allt annar leikur sem aldrei kom til ameríku.

Final Fantasy Chronicles er annar svona endurútgefinn leikur nema þar eru leikirnir FFIV/JAPAN FFII/BNA endurgefinn út með Chrono Trigger (annar góður squaresoft leikur) og þar eru “never seen before cinematics” eins og í FFVI/JAPAN FFIII/BNA endurútgáfunni.

Ástæðan fyrir að þessir leikir voru endurskírðir í BNA var væntanlega til að einfalda almenningi kaupin á leikjunum svo mömmur og pabbar þyrftu ekki að vera að leita að leikjunum sem aldrei komu út. Afhverju þeir hættu þessu við FFVII veit ég ekki en mig grunar að squaresoft hafi komið upp skrifstofu þarna í BNA sem hefur séð um leikina. Allavegana eru þeir með skrifstofu þarna núna. Svo er það annað þeir skiptu úr Nintendo yfir í Sony og getur verð að sony hafi fundist þetta óþarfa bras sem Nintendo fannst ekki. Hverju sem því skiptir þá rugluð bandríkjamenn þessu öllu og hefðu átt að gefa bara alla leikjina út og þá væri ekkert vandamál.

FFV/JAPAN -/BNA er til í mörgum PC tölvum sem .rom file sem virkar í emulatorum. Þar er hann á ensku og ruglaði það mig svoldið fyrst. Komst ég svo að því að hann var aldrei gefinn út en einhver sniðugur forritari tók sig til og þýddi hann (“rom”ið).

Endurútgáfan af FFVI/JAPAN FFIII/BNA og FFIV/JAPAN FFII/BNA er ekki með betri grafík, það eru aðeins auka upplýsingar og myndbönd sem fylgja honum.

********MINNIHÁTTAR SPOILER********
Myndböndin eru þrjú
auka upplýsingarnar eru upplýsingar um óvini og endakalla iten etc.
eitthvað þriðja secret er sem ég veit ekki ennþá hvað er
********MINNIHÁTTAR SPOILER BÚINN********

Þetta ætti að vera allt um þessi blessuðu númer og þess frábæru leiki. En allaveganna allt sem ég man og veit í bili.