Dissidia: Final Fantasy Dissidia Final Fantasy

Kæru rjómabollu-hugararnir mínir og aðrir lesendur. Í þessari grein ætla ég að fjalla um PSP snilldina Dissidia Final Fantasy.

Ég ætlaði mér að senda þessa grein inn í Nóvember 2009 en hlutirnir fóru aðeins úr böndum hjá mér þá. Ég náði að krækja mér í eitt stykki af svínaflensu og þurfti síðan að skila inn 15 bls. ritgerð í Íslensku í lok mánaðarins. Ákvað ég þá að reyna að klára þessa grein 1. Janúar en svo dó einn fjölskyldumeðlimur og er þetta búið að vera svolítið dauft í kringum mann. En hérna er hún loksins kominn þannig að….

Dissidia er leikur frá Square-Enix sem var gefinn út á PSP þann 18.Desember 2008 í Japan og í September 2009 kom hann út í Ameríku og Evrópu. Hann var fyrst kynntur til sögunar þann 18. Desember 2007 í afmælisveislu hjá Square til heiðurs 20 ára afmælis Final Fantasy.

Helstu einkenni leiksins er óhefbundið og nýtt bardagakerfi og auðvitað það að í þessum leik koma persónur úr Final Fantasy – Final Fantasy XII saman í einn leik.

Ég ætla hér með þessari grein fjalla um spilun, grafík, músik, söguþráð, persónur og leikendur. Ég vona bara að þið hafið gaman af þessu.

Söguþráður: (Spoiler free)

Prologue.
Sagan segir frá stríði á milli tveggja guða, Cosmos sem er gyðja samlyndar og friðar og Chaos sem er guð óreglu og eyðileggingar. Stríðið á milli þeirra hefur verið í gangi eins lengi og þegar tíminn sjálfur hófst og aldrei hefur annaðhvort þeirra geta sigrað. Sagan okkar hefst þegar að Cosmos nær að ‘‘summon-a‘‘ til sín tíu hetjur sem ganga í lið hennar til að sigra Chaos en Chaos er einnig sjálfur kominn með tíu máttuga liðsmenn til sín. Chaos er nú með stjórn yfir tíu kristöllum sem virðast halda innra með sér einhverskonar mátt sem á að getað stöðvað stríðið eða gert hlutina ennþá verri en þeir þegar eru.

Chaos er því með sigurlíklegari en tíu hetjurnar leggja af stað til að reyna sigra Chaos. Hetjurnar tíu eru því hetjur frá Final Fantasy – Final Fantasy X sem er illa svalt að sjá þau saman :P

Hetjurnar tíu mæta því óvinunum tíu sem eru einnig frá Final Fantasy – Final Fantasy X og stór bardagi hefst. Eftir langann bardaga gerist eitthvað sem veldur því að allir sem voru á bardagavellinum hurfu nema einn, Warrior Of Light (FF I). Warrior of Light ákveður að snúa við og finna Cosmos til að fá útskýringu á því hvað gerðist. Hann finnur gyðjuna en hún er meidd og segir að þau hafa öll verið skilinn að af einhverjum aðstæðum. Stórt ljós lýsist á Cosmos og með því sendir hún skilaboð til hinna níu sem hafa verið aðskilinn í nokkrum hópum. Firion(FF II), Cecil (FF IV), Cloud (FF VII) og Tidus (FF X) lentu saman í hóp. Onion Knight (FF III) og Terra (FF VI) lentu saman í hóp. Bartz (FF V) og Zidane (FF IX) lentu saman í hóp og því var bara Squall (FF VIII) einn og sér. Cosmos sagði þeim frá því að hver og eitt af þeirra þyrfti að finna sinn kristal sem að Chaos er með í sínum klóm og sameina þá saman. Það gæti sett jafnvægi á hlutina. Öll þau tíu gera sig viðbúinn í hlutinna og þar með hefst leikurinn Dissida….da da da daaaaaa.

Ég held ég fari ekki meira ýtarlega í söguna hérna úthaf hugtakinu fræga SPOILER  þannig látum þetta nægja hér.

Spilun

Hægt er að velja um Story Mode, Arcade Mode, Quick Battle, Communications Mode.

Communications Mode er netspilun, eða þar spilaru á móti öðru fólki í gegnum netið. Rosalega einfalt að skilja.

Quick Battle er einfaldlega þar sem að þú ræður hvaða persónu þú leikur og hvaða persónu þú berst á móti.

Arcade Mode, þá veluru eina persónu, berst 5 bardaga og færð einhver verðlaun eftir því hvernig þú stóðst þig.

Story Mode er auðvitað þar sem sagan um liðsmenn Cosmos og Chaos er skrifuð og spiluð.
Aðalsögunni er skipt í Destiny Odyssey kaflann og síðan Shade Impulse kaflann.

Destiny Odyssey er skipt í tíu undirkafla og fjallar um hverja hetju fyrir sig og hvernig þær ná í sinn kristal að lokum.
Shade Impulse fjallar um þegar hetjurnar tíu sameinast á ný með kristallana sína og leggja af stað til að sigra Chaos fyrir fullt og allt. ‘‘The Final Fantasy Is Written Here‘‘

Síðan eru til aukasögur: Distant Glory og Inward Chaos en þau eru ekki tengt aðalsögunni.

Bardagar

Bardaga kerfið: Þetta er ekki Activate Time Bar eða eitthvað svoleiðis heldur er meiri Kingdom Hearts-Hack & Slash fílingur. Förum yfir þetta í rólegum heitum. Þú hleypur um bardagavöllinn að vild, getur hoppað um og svo það nýjast að ef að ýtt er á þríhyrning þar sem að gular örvar birtast hleypur persónan upp vegg eða hoppar verulega langt sem er voða voða voða cooool og minnir man eindregið á Advent Children kvikmyndinna.

Nú er það munurinn og kennslan um HP attacks og Bravery attacks. Þegar bardagi hefst eru báðir aðilar með ákveðið magn af Brevary points og á kveðið magn af HP, sem dæmi:

Zidane Vs Tidus

Zidane: Hp-500 Br-100
Tidus: Hp-500 Br-100
Brevary-Pottur: Br-400

Árásar hnapparnir eru Hring-takkinn og Kassa-takkinn (kassi og hringur). Hringur gerir Brevary árás (Br) en Kassi Hp árás. Br-árásir eru oftast sneggri og erfiðari að verja en Hp-árásir, en það fer líka eftir því hvaða persónu við erum að nota.

Segjum sem að við erum að stýra Zidane. Ef að við ýtum á hring og gerum eitthvert svakalegt combo þá koma tölur úr Tidus sem sýna hvað við erum að gera mikið Br-damage.
Já, Tidus er að missa niður Br-Points og segjum að hann fór úr 100 stigum niður í 50 Br-stig þá er Zidane ekki lengur með 100 heldur 150 Br-Stig, Með hring gerum við Brevary árás og stelum í rauninni Br – stigum af hinum aðilanum.

Þið sem ekki þekkið leikinn ekki eruð að pæla hver tilgangurinn er með því.

Ef að bardaginn byrjar upp á nýtt (við erum með 100 Br-Stig) og í staðinn að gera Br-árás gerum við Hp – árás og hittum Tidus þá missir Tidus 100 Hp og á því 400 Hp eftir en Brevary stigin okkar eru dottin niður í Núll. Zidane þarf 1-3 sekúndur að ná aftur að setja Br-stigin sín í 100. Auðvitað er einfalt að ráðast á Tidus fimm sinnum og vinna bardagann en það er hægt að einfalda þetta með því að ná sér í BREAK.

Break er þegar annar leikmaður nær að stela öllum Brevary stigum af öðrum leikmanni og þá kemur Potturinn til sögunar. Neðst á bardaga skjánum er Hp-barinn okkar og óvinarins og einnig sér maður Br-Stigin sín og hans en á þar á milli í miðjunni er einhver tala. Þetta er potturinn og hvernig virkar hann……Einfalt:
Ef að við förum aftur í Zidane Vs. Tidus bardagann okkar og náum að stela 50 brevary stigum af honum og síðan aftur 50 þá á Tidus ekki Br- Stig af því að Zidane tók þau og er hann þákominn með 200 Br-stig þá stöðvast bardaginn í 2 sek til að sýna að Tidus er kominn með BREAK í staðinn fyrir Br-stig.

Það getur tekið Tidus svolítinn tíma að safna aftur í 100 br-stig (allt að 30 sek – 1 Mín) og kosturinn fyrir okkur núna er að hann getur ekki gert Hp-áras og gert eitthvað í skaða fyrr en að hann er búinn að jafna aftur Br-Barinn sinn (hann gerir 0 í Hp-árásum og getur ekki stolið Brevary-stigum) og Zidane sem er kominn með 200 br- points fær einnig pottinn fyrir að hafa náð að gera BREAK við óvin sinn þá er það 200 + 400 = 600 Br-Stig. Sigurinn er okkar þar sem að ein Hp-árás er nóg til að vinna og Tidus er en að jafna Br-barinn sinn og úppsí hann er í klandri 



Ex-mode og Ex-bursts:
Við hliðina á Hp barnum og br. Stigunum lengst til hliðar á skjánum er fjólublár-kristal-dæmi. Þegar þú slærð andstæðing þinn eða hann þig þá skvettast út um allt einskonar blá-firefly‘s kúlur um allt (pínulitlar). Ef að þú ferð nálægt þeim þá fara þær í þig og glóa og hverfa og fer því örlítið að fyllast í kristal-dæmið þitt sem er til hliðar og þegar það fyllist verður það gulllitað og blikkar fallega fyrir þig. Þetta heitir Ex-bar og þegar hann fyllist hefur þú séns á að fara í Ex-mode.

Þú ferð í Ex-mode með því að ýta á R+Kassa og það er mismunandi hvað kemur fyrir persónuna þegar þú ferð í Ex-mode.
Dæmi: Cloud fær Ultima Wepon í staðinn fyrir Buster sword, Tidus fær Caladbolg í staðinn fyrir Brotherhood, Squall fær Lionheart í staðinn fyrir regular- Gunblade-ið sitt. Terra og Zidane fara í Trance (verða bleik og björt), Firion fær Blood wepons, Sephiroth fær einn engla-væng á hægri hlið (Advent Children). Ultimecia fer í Greivier-outfit-inn sinn, Kefka í God-form með alla sex vængina sína á bakinu og margt annað fleira auðvitað.

Einnig í Ex-mode fá allir Regen galdur þannig að þau læknast um Hp á meðan. Sumir fá extra Br-árásir en aðrir styrkjast í Strength, eða magic og annað slíkt.
Ef að þú nærð að framkvæma Hp-árás í Ex-mode fer bardaginn í slow-motion og klukka birtist í miðjunni á skjánum.
Það er Kassa-laga sem þýðir að þú átt að ýta á kassa áður en tíminn líður hjá (4-5 sek). Ef að þú ýtir á Kassa geriru ákveðið trick sem heitir Ex-burst.

Í Ex-burst er mismunandi hvað þú átt að gera en það er smá þraut sem þarf að leysa. Ef að allt er perfect þá fullkomnaru Ex-burst árásina þína. Þrautirnar geta verið einfaldlega að ýta á Hring eins hratt og þú getur innan einhvers tímaramma eða ýta bara á hring á réttum tíma. Annars getur það verið eins og hjá Auron í FF X þar sem runa af tökkum birtast fyrir framan mann og maður á að ýta á þá í réttri röð áður en tíminn lýður hjá.

Ex-Burst er ákveðið combo hjá hverjum og einum sem stelur alveg hel-mikið af Brevary stigum. Það má nefna brögð eins og Oversoul, Omnislash, Ransazouken-Lionheart, Blitz Ace, Riot Blade og margt fleira. Eftir að combo-inu er lokið þá fara Br-stigin sem þú stalst í Hp-árás sjálfkrafa. Þannig að í rauninni ertu að gera 2 Hp-árásir með því að fara í Ex-mode gera árás og síðan Ex-burst sem endar í Hp-árás.

Bara gott stuff hérna á ferð.

Summon
Í bardögum styðjast margir með summon-steinum. Ég ætla ekki að nefna alla summon-ana en ætla að gefa dæmi hvað þeir gera.

Magic Pot – Galdur: Mimic. Ef að óvinur okkar nær BREAK á okkur og fær pottinn en gerir ekki Hp-árás strax til að losa Br-stiginn þá (eftir að Br-barinn okkar er búinn að jafna sig) kemur Magic Pot og gerir Mimic og jafnar því stiginn við hinn (það er hann Copy-ar stig óvinarins og gefur okkur þau þannig að báðir er með jafn mikið).

Shiva – Galdur: Dimond Dust. Ef að óvinur okkar notar Hp-árás fer Br-stig hans í Núll þá kemur shiva og reddar okkur og gerir Dimond Dust þá eru Br-stig óvinarinns frosinn og hann er fastur í núll í ákveðinn tíma og því er einfalt fyrir okkur að gera eina Br-árás og fá allan pottinn fyrir okkur og einnig má nefna að á meðan Br-stigin eru frosin gera Hp-árásir óvinarins einungis 0 í skaða.

Ifrit – Galdur: Hellfire. Ef að við náum pottinum með því að gera BREAK á óvin okkar kemur Ifrit og margfaldar tölurnar okkar í Br-stigum um 150% mmmmmmm…sweat :P

Það er fullt að summonum í boði í þessum leik og því margir ‘‘auka-effectar‘‘ sem hægt er að notast við í bördögum.
Grafík

Square er virkilega að ýta grafíkinni á PSP í sitt ýtrasta en eins og margir vita að Square eru frægir fyrir mögnuð CGI# grafískar senur og suddalega góðar teikningar þannig að grafíkinn í þessum leik er agjör toppur (miðað við það að þetta er PSP leikur). Ekkert meira að segja um það

Músik

Takeharu Ishimoto (FFVII Last Order og FFVII Crisis Core) og Tsuyoshi Sekito (Gítarístinn í The Black Mages) sáu um að frumsemja músik fyrir leikinn en einnig að endur gera mörg af þeim frægustu lögum eftir Nobuo Uematsu (þrjú lög úr hverjum leik) og ég get ekkert annað sagt en að þetta er algjör snilld hvað þessi músik lífgar upp á leikinn. Ég meina hver vill ekki hlusta á Clash On The Big Bridge þegar Bartz mætir Exdeath, Otherworld þegar Tidus mætir Jecht og svo má nefna ‘‘arrengement-ið‘‘ á FF – Battle Scene (FF I) í þessum leik er SWEEEEEAT!
Einnig er skemmtilegt að segja frá því að þú mátt velja hvaða lag þú vilt hafa í hverjum bardaga þegar þú ert að spila í Quick Battle Mode sem er bara gaman.
Músikinn er að skora 9/10 hjá mér í þessum leik.

Arenas (bardagavellir)

Það eru 12 bardagavellir í þessum leik, 10 þeirra eru ákveðnir vellir teknir úr upprunalegu leikjunum frá I-X og þjóna sem mikilvægir þættir í bördögum milli ‘‘Erki-óvinana‘‘ hinir tveir eru aðalstöðvar Cosmos og Chaos

Listi:
Old Chaos Shrine - FF
Pandaemonium - FF II
World Of Darkness - FF III
Lunar Subterrane - FFIV
The Rift - FF V
Kefka‘s Tower - FF VI
Planet‘s Core - FF VII
Ultimecia‘s Castle - FF VIII
Crystal World - FF IX
Dream‘s End - FF X
Order‘s Sanctuary - Cosmos
Edge Of Madness – Chaos

Persónur og Leikendur

Þá er komið að því að fjalla um persónur leiksins og það skemmtilega sem má nefna er það að persónurnar (hetjurnar og óvinirnir) þekkjast allar eins og Cloud þurfti ekki að skýra neitt eða að kynna sig þegar hann og Terra hittust í leiknum í fyrsta sinn, sem gaf manni hlýja tilfinningu um þau öll og lét manni líða vel (ég veit þetta var ógeðslega gay). Ennig má nefna að Tetsuya Nomura hannaði allar persónurnar upp á nýtt til að þær match-uðu hvor annari í leiknum og auðvitað við grafík leiksins.


Warrior Of Light (FF I):
Hann birtist sem aðalkarekterinn og er forngi þeirra tíu sem berjast fyrir Cosmos. Hann er með mikið jafnvægi og er einfaldur að nota í bardögum við spilun leiksins. Brynjan sem hann klæðist er byggð á upprunalegu Warrior – fötunum sem Amno teiknaði fyrir FF I back in 1987, Blálituð með gulri skikkju og vel vandaður hreindýrahjálmur á höfði hans :P Bara flottur náungi og ekkert annað en pure Hero.
Leikrödd:Grant Gorge.

Garland (FF I):
Hann er hægri hönd Chaos og erki-óvinur Warrior of Light. Hann klæðist silfraði brinju skreytta með bláum gimsteinum og með dökkfjólubláa skikkju. Hann er fullur af illsku og einnig visku um hvað bardagi Cosmos og Chaos virkilega er um, en hvað er það? Ég má ekki segja. Hann berst með risa sverði sem getur umbreyst í öxi, skipt því tvent og margt fleira
Leikrödd: Christopher Sabat.

Firion (FF II):
Vopnameistarinn í liði með Cosmos. Firion á sér stóra drauma og skammast sín ekkert fyrir þá. Hann er sá sem fær liðsfélaganna sína til að hugsa stórt og ekki að missa trúna á sér sjálfum. Hann á sér mörg combo í leiknum og getur orðið öflugur en hins vegar getur hann verið hægur í hreyfingum. Hann er hvítklæddur með spjót og boga á baki, öxi og sverð geymd á beltinu sínu og hnífar hér og þar……nokkuð svalt sko.
Leikrödd: Johnny Young Bosch.

Emperor Mateus (FF II):
Galdramaðurinn sem klæddur er gulli. Hann starfar með Chaos en í sögunni vinnur hann að ákveðnu ploti til að verða almáttugur, og notar alla sínar vondu-kalla-sálfræði til að segja Firion að hann sé bara ‘‘rottuverkfærið‘‘ hennar Cosmos. Mateus er einflat að stjórna í bardögum þar sem að allar árásir hans eru galdra árásir sem sjá nokkuð um að miða og skjóta fyrir þig.
Leikrödd: Christopher Corey Smith.

Onion Knight (FF III)
Yngsti meðlimurinn í hersveit Cosmos. Hann er smávaxinn strákur og klæðist rauðum herklæðum hann er einnig klár miðað við aldur og er mjög jarðbundinn við þær ákvarðanir sem að hann tekur. Hann er snöggur í bardögum og er bæði fimur með sverð og galdra. Hann er einnig sá eini í leiknum sem á sér Br-Chain-Combo þar sem að hann raðar Br-combo í og góða combo-senu…………Æ þú fattar
Leikrödd: Aaron Spann (ÚFFF)

Cloud Of Darkness (FF III)
Hún er fljótandi myrkur sem vill einungis snúa öllu í heiminum við í myrkrið. Hún er í lið með Chaos og erki-óvinur Onion Knight. Af öllum persónum í Dissidia sem hægt er að leika er hún með lang flestu Hp-árásirnar og er einnig elsti meðlimurinn (c.a 1000 ára gömul). Ég tala um hana eins og að hún er kvenkyns en samt í lýsingunni um hana er hún sögð vera hvorugkyn, Þá má nefna línuna hans Zidane‘s þegar hann berst gegn henni:‘‘A girl !……I Think……..????
Leikrödd: Laura Bailey.

Cecil Harvey (FF IV)
Liðsmaður Cosmos með stálsálina miklu. Hann er með mjög áhugaverðan bardagastíl þar sem að hann getur skoppað á milli þess að vera Dark Knight og Paladin. Hann er hægur enn sterkur sem Dark Knight en mun fljóatri sem Paladin. Bróðir hans er í liði með Chaos en samt sem áður er hann að gefa Cecil vísbendingar um hvernig hann á að finna kristalinn sinn, Cecil veit ekki hvort hann getur treyst bróður sínum eða ekki. Cecil er með svona classic hero look sem Paladin en mun myrkar sem Dark Knight…….dö 
Leikrödd: Yuri Lowenthal (Og hver annar svosem)

Golbez (FF IV)
Hann er eldri bróðir Cecil‘s en er hinsvegar í liði með Chaos. Margir af liðsfélugum hans gruna hann um að hann ætli sér að svíkja Chaos og fara yfir til Cosmos þar sem hann er í stöðugu sambandi við Cecil. Golbez er brutal galdrasnillingur. Hann er fljótur og með löng og sterk combo þannig að…….Be careful around him………ok.
Leikrödd: Peter Beckman (Glæsileg frammistaða)

Bartz Klauser (FF V)
Bartz er ungur piltur með réttlæti og hugrekki í hjarta sínu. Hann og Zidane tóku keppni í því hvor yrði á undan að finna kristalinn sinn. Bartz er snöggur og það skemmtilegasta er að hann er Mimic-maðurinn í hópnum. Hann notar combo sem félagar hans nota einnig í leiknum og bætir síðan við sínum snertingum og gerir þau mjög áhugaverð.
Leikrödd: Jason Spisak

Exdeath (FF V)
Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er Exdeath pure-evil. Hann er ekki mennskur eða neitt. Hann vill einfaldlega það sama og Cloud of Darkness snúa öllu í myrkur og algjöra ringlu (Hey þetta rímaði :P). Hann vill samt sem áður fá að slátra óvini sínum fyrst, Bartz. Exdeath er hægastur af öllum persónum sem hægt er að leika en samt sem áður einn sterkasti. Hann á mikið af árásum sem vinna að því að Countera á óvin sinn sem er pínu flókið að útskýra vel.
Leikrödd: Gerald C. Rivers (mínu mati, lang lélegastur af öllum leikurunum)

Terra Branford (FF VI)
Terra er eini liðsmaður Cosmos sem er kvenkyns (nema Cosmos sjálf er líka kvenkyns) og er hálfur esper. Hún klæðist rauðum fötum með bleika skikkju á baki sínu. Í bördögum er einfalt að stjórna Terra þar sem að hún sér algjörlega um að miða öllu fyrir þig. Nomura hefur einnig sagt að Terra sé uppáhalds persóna hans í Dissidia þar sem að hann er mikið fyrir Long- Range árásir og Tornado árásin hennar er uppáhalds Hp-árásinn hans í leiknum.
Leikrödd: Natalie Lander (mögnuð Terra og ekkert annað)

Kefka Palazzo (FFVI)
Da Mad Mage ! …..MUHAHAHAHAHA. Ok sleppum þessu. Kefka er auðvitað í liði með Chaos og er snargeggjaður í höfðinu. Hann er göldróttur en þó meira ringlandi hátt en bara ‘‘Basic spells‘‘ eða þeir bera allavegana nöfn eins og wiggly-woobly firaga sem eru…..tja ringlandi. Honum langar að nota galdramátt hennar Terra einfaldlega til að rústa öllu og byggja sitt keisaraveldi.
Leikrödd: Dave Wittenberg (stóð sig vel í erfiðu hlutverki)

Cloud Strife (FF VII)
Tja, við könumst nú flest öll við Mr. Spikey-hair emo kid. Hann er auðvitað með Cosmos í liði. Það kom mér reyndar á óvart hvað hann var ekki eins mikill emo í þessum leik miðað við annar staðar. Og hvað hann var opinn persóna þegar hann og Terra voru að ferðast saman. Cloud er einfaldur og þá meina ég sá einfaldasti (í bardögum) til að nota og þægilegur fyrir þá sem eru að spila leikinn í fyrsta skiptið.
Leikrödd: Steve Burton (Dö…hver annar)

Sephiroth (FF VII)
Silfurhár, svartur leðurjakki, lengsta sverðið í Dissidia, hann er Sephiroth og auðvitað í liði með Chaos og er erki-erki-óvinur Clouds. Hann er þögull innan hópsins hans Chaos og það vildi óheppileg til að hann átti enga senu með mönnum eins og Kefka (ég hefði verið til í að sjá það sko) heldur var hann bara úti í horni og beið eftir því að fá að slást við Cloud. En Sephiroth er búinn að vera í sviðsljósinu lengi og er í miklu uppáhaldi hjá mörgum þannig að ég skil vel að Square vildi reyna að ýta öðrum á sama svið og hann. Í bardögum er Sephiroth með mikið jafnvægi á milli Br-árása og Hp-árása og er því líka þægilegur í notkun :P
Leikrödd: Gorge Newbern (Of Course My Horse)

Squall Leonhart (FF VIII)
Gunblade………Og ljónshjartað. Hann er Squall, Da number one emo. Allaveganna var hann meiri emo en Cloud í byrjun leiksins en seinna meir varð hann bara mjög góður vinur og liðsmaður. Eins og þið vitið berst hann með Gunblade að hendi og er einnig mjög þægilegur fyrir byrjendur leiksins í notkun í bördögum. Squall ferðaðist einn þó svo að Bartz og Zidane vildu fara með honum að leita að kristölunum sínum, hann afneitaði hjálp þeirra og sagðist líða betur með að vera einn. En Oh Well Squall er ágætur svosem……er það ekki 
Leikrödd: Doug Erholtz

Ultimecia (FF VIII)
AF HVERJU ERT ÞÚ Í ÞESSUM LEIK ! Þetta heyrðist í Japan og víða annarstaðar í heiminum þega Ultimecia var tilkynnt sem persóna í leiknum. Fólki langaði frekar að fá Seifer Alamasy sem vonda gaurinn úr FF VIII en nei….Ultimecia er með nokkur pirrandi galdrabrögð og önnur dálítið svöl þannig að……tja hún er skemmtileg á sama tíma og hún er leiðinleeg. Mig persónulega hefur alltaf fundist hún frekar‘‘dull‘‘. Hún og Mateus eru saman að vinna að einhverju plotti og reyna að fá Sephiroth með sér en hann vill ekki starfa með þeim.
Leikrödd: Tasia Valenza

Zidane Tribal (FF IX)
Snöggur,fimur,fljótur og………hann er með apaskott ! Hann er Zidane ! Zidane er í keppni við Bartz uppá hvor þeirra sé á undan að finna kristalinn sinn. Hann er algjör ræfill og fyndin en samt sem áður ‘‘charming‘‘ þegar kemur að dömunum. Bardastíllinn hans byggist á hraða og varla nein nákvæmni er þurfandi þegar maður leikur hann því hann skoppar um og nær óvininum á sverðblaðið sitt einhvern tímann á endanum.
Leikrödd: Bryce Pepenbrook

Kuja (FF IX)
Hann glide-ar um í hvíta sloppnum sínum. Að mínu mati getur hann reynst manni pirrandi sem andstæðingur í þessum leik. Kuja vinnur með Kefka og Exdeath, það eina sem hann stefnir á er að ná Zidane og láta hann GJALDA !!! ég veit ekki hvað nákvæmlega. Hann reynir að lokka Squall í gildru til þess að getað lokkað Zidane til sín en það virkaði ekki. Í bardögum er hann með mikið jafnvægi á milli Hp og Brv árása en hann er í litlu uppáhaldi hjá mörgum þannig að…….. greyið.
Leikrödd: JD Cullum

Tidus (FF X)
Fimur og skapgleðjandi stráksi. Svipað og Zidane byggist Tidus á miklum hraða en….mikið jafnvægi vantar hjá greyinu. En annars er Tidus bara sniðugur að mörgu leyti. Hann ferðast með Cecil, Cloud og Firion en Cecil og Cloud kveðja gleðskapinn snemma og eru því Firion og Tidus saman í dálítinn tíma. En síðan ákveður Tidus að fara og mæta föður sínum einn og þá skiljast leiðir hjá þeim félögum. Þið þekkið þennan svein nú flest öll og það er bara gaman af honum ehh.
Leikrödd: James Arnold Taylor ( uh….leimmér að hugsa……..JÁ !)

Jecht (FF X)
Pabbi Tidus og er í liði með Chaos. Og svipað og með Kuja vill hann einungis fá að eiga lotu með syni sínum….UPP Á LÍF OG DAUÐA. En já allaveganna……. Jecht er nú dálítið svalur fyrir aldurinn sinn. Þá meina ég bæði töff og kaldur sem persóna. Hann er sá eini í leiknum sem getur búið til keðju-Brv. brögð. Þá ýttiru á hring og síðan hring+upp, hring+hægri eða niður og eitthvað svoleðis. Einnig í Hp árásum getur hann beðið. Þá heldur maður kassa inni og Jecht stendur kyrr þangað til að þú sleppir þá verður hann bandvitlaus og gerir eitthvað sniðugt. Þannig að þegar þú mætir honum sem andstæðingi þá er hann algjör BITCH. Samt svalur og allt það.
Leikrödd: Gregg Berger.

Auka – persónur

Shantotto (FF XI)
Shantotto er kvenkyns Thataru(eða hvað sem þetta dæmi heitir), hún er svona pínulítil með stór eyru og svartan depil á nefinu. Hún var einu sinni einhverskonar lífvörður hjá Cosmos en hún kemur ekki fram í aðalsöguþræðinum nema í einu atriði þar sem að Cosmos rifjar upp eitthvað sem gerðist áður og Shantotto var á staðnum. Shantotto er Chainspeller. Hún byrjar með 6 mismunandi Hp árásir í Lv. 1 (venjulega eru það 2 Hp-árásir). Þannig að hún er gróf sko… tjekkiði bara á því.
Leikrödd: Candi Milo (algjör snilld, en einnig pirrandi á pörtum)

Gabranth (FF XII)
Judge magister Gabranth er mættur og var einnig einskonar lífvörður, en auðvitað með Chaos í liði. Hann er sá eini sem getur notað Ex-Charge til að fylla upp í Ex-barinn án þess að gera neitt og kemur það í staðinn fyrir Hp-árásir. Þegar hann er í Ex-mode er hann með mörg Hp-árásir þannig að Watch Out !
Leikrödd: Keith Ferguson

Shantotto og Gabranth er bæði hægt að kaupa og nota í bardögum, semsagt þau eru ‘‘spilanleg‘‘. Vííbííí !

Eftir það eru bara Cosmos og Chaos eftir. Ekki er hægt að kaupa þau og nota í leiknum. Einungis er hægt að berjast gegn Chaos sem andstæðing, ekki Cosmos.
Leikraddir:Kathleen Mclnerney & Keith David Williams