Jæja, fólk.
Nú er ein lítil spennt mannvera sem situr á Borgarbókasafni Reykjavíkur með skólapokann sinn og klæjar í fingurna að komast heim og í litlu leikjatölvuna sína. Hún hefur nú samt ákveðið að sitja á sér með það að drífa sig heim til að deila gleðinni með ykkur. Hún kom nefnilega við í Skífunni áðan og keypi sér FF 6. Það sem betra er að FF X demó diskur fylgir með. Hankinn á því hinsvegar er að hann gengur náttúrulega bara í PS2 og hún á bara PS1.
Demóið er spilanlegt og maður hefur greinilega kost á tveimur stöðum til að spila á. Það á að vera “An introductory cut scene” og svo getur maður valið að spila í Zanarkand eða Beasid.
Fyndið samt hvernig “Edgar” í FF6 virðist voðalega svipaður Sephiroth í útliti og “Setzer” svipuð Beatrix.
Nú er bara að róa sig og koma sér heim í tölvuna. (Lærdómurinn fær frí á næstunni)
Já, btw kvikindið kostar 3.149.
Kveðja, Bluefire.