Þið hafið e.t.v lesið ykkur til um þetta en nú nýlega hefur Square
stðfest útgáfudag og verð FFXI fyrir japanskan markað. Eins og
ég hef áður sagt þá er þetta fyrsti alvöru MMORPG á leikjatölvu.
Hann mun koma út 16. maí n.k 7.800 (5850 kr) japönsk yen
og verður á 2 diskum, annar mun innihalda hugbúnað til þess
að geta spilað leikinn og hinn leikinn sjálfan. Fólk þarf líka að
eignast harðadiskinn (40GB) og netkortið frá Sony.
Square munu einnig rukka mánaðargjald sem er ekkert svo
hátt eða 1280 yen (960 kr). Ef spilarar vilja einnig spila Tetra
Master spilið úr FFIX þá mun Square rukka önnur 100 yen (75
kr) fyrir það. Þetta er bara fínt því enginn annar kostnaður er
meðtalinn
Ef PS2 selst eins vel og í dag hér á klakanum myndi það ekki
koma mér á óvart ef íslenskur FF server myndi opna.
Og áður en ég kveð þá minni ég ykkur á að Metal Gear Solid 2
mun koma í verslanir næsta föstudag.