AP-trick (FFX) Ó, halló, ég tók ekki eftir ykkur þarna. Mig langar að tala um trick sem ég rakst á í FFX. Þið kannist væntanlega við að levela endalaust í FFX til að klára sphere-gridið, það hef ég gert einu sinni og ég man engan veginn hvernig ég gerði það eða hvernig ég nennti því. Þetta trick hins vegar breytir þessu öllu því það gefur manni endalaust mörg sphere level á fljótlegan hátt. Þetta er í raun mjög einfalt.

Þú þarft vopn. Ekki hvaða vopn sem er, heldur vopn með þessum þremur abilities:

[Triple AP] – [Triple Overdrive] – [Overdrive -> AP]

Þið skiljið sennilega hvað ég er að fara. Jújú, þið getið reddað þessu vopni, sett á Overdrive Mode: Victor og farið að grinda í Omega Ruins eða Inside Sin. Ég ætla samt að taka þetta skrefinu lengra og gera þetta pínulítið flóknara en MUN nytsamlegra og fljótlegra. En fyrst, hvernig í andskotanum fær maður vopn með þessi abilites!?

[Triple AP]
Það er hægt að customisa það eins og allt annað. Gallinn er hins vegar sá að það þarf 50 Wings to Discovery. Og það er pain. Jú, það er hægt að briba það af Malboro og Great Malboro en það kostar svo mikið að þú þyrftir að eyða að minnsta kosti 6-7 milljónum gil til að fá 50 stykki. Það gera sirka 20 milljónir gil fyrir 3 charactera. Shinryu, bossinn sem unlockast þegar þú ert búinn að captura 2 af hverjum fisk í Gagazet vatninu, droppar 2 Wings to Discovery en það er tímafrekt að drepa hann 25 sinnum fyrir hvern character. Ég er samt með betri lausn sem leyfir þér að slá tvær flugur í einu höggi og er bæði ódýrari og mjög líklega fljótlegri en hinar tvær leiðirnar þó það fari svolítið eftir heppni. Málið er nefnilega að One-Eye, species creationið fyrir eineygðu fljúgandi skrímslin, droppar vopnum með [Triple AP]. Hann droppar líka Magic Defense spheres svo þá getur þú maxað það í leiðinni. Ég mæli sterklega með að fá vopnin frá honum, [Triple AP] með minnst 2 auðum slottum.
BOTTOM LINE: Grinda One-Eye fyrir vopn með [Triple AP] og tveimur auðum slottum.

[Triple Overdrive]
Þetta skal customisa. Það þarf 30 Winning Formula. Maður fær 99 stykki fyrir að unlocka Neslug, en til þess að unlocka hann þarf að unlocka öllum Area Creations. Annars er líka hægt að briba Sand Worm frá Bikanel Island 900.000 gil fyrir 16 stykki auk þess sem Ultima Buster droppar 2.

[Overdrive -> AP]
Customise, 10 stykki þarf. Þú færð 99 fyrir að unlocka Catastrophe, en til þess að það gerist þarf að unlocka 6 Area Creations. Einnig hægt að stela 10/20 í einu af Omega Weapon en það gæti verið of seint.

Ég vil taka fram tvær aðrar leiðir sem ég tel ekki eins góðar og að grinda One-Eye og customisa hin tvö. Þær eru þó þess virði að nefna ef þú ert farinn að reyta hár yfir minni aðferð. Þær eru:
Leið 1: Th'uban droppar vopnum með [Triple AP] og [Triple Overdrive]. Þá þarf bara að customisa [Overdrive -> AP]
Leið 2: Ultima Buster droppar vopnum með [Triple AP], [Triple Overdrive] og [Overdrive -> AP].
Af hverju tel ég þessar leiðir ekki eins góðar? Því með þeim er ómögulegt að slá tvær flugur í einu höggi og auk þess eru þessir bossar svo hrikalega leiðinlegir og tímafrekir miðað við One-Eye sem deyr í 1-2 höggum. Kosturinn við þessa hins vegar er að það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af nógum lausum slottum og að það þarf að customisa minna. Hins vegar er það svo lítið mál að customisa á meðan maður sleppur við að customisa Triple AP. Það er hins vegar mál hvers og eins hvaða leið hann velur.



Jæja, núna ertu kominn með vopnin, hvað svo? Núna exploitarðu þau. Til er boss sem heitir Don Tonberry:

Nafn: Don Tonberry
HP: 480.000 (Damage fyrir overkill: 10.000)
AP: 8.000 (Overkill: 8.000)
Steal: Candle of Life x2 (venjulega), Designer Wallet x1 (rare)
Drop: Farplane Wind x3 (venjulega) x6 (Overkill) | Dark Matter x1 (rare) x2 (Overkill)
Unlock: Captura 1 af hverju monster í Cavern of the Stolen Fayth (Sunken Cave)

Hvað er nú svona sérstakt við þennan Don Tonberry? Ojú, þegar þú ræðst á hann þá counterattackar hann með Karma sem er 10 sinnum sterkara en venjulega Karmað hjá hinum venjulega Tonberry. Ef maður er búinn að vera duglegur að slátra óvinum þá ætti þetta hæglega að gera 99.999 eða í það minnsta nokkra tugi þúsunda. Skiljið þið hvað ég er að fara? Setjið á Overdrive Mode: Stoic og hamist á honum. Þegar ykkur er farið að leiðast getið þið skipt yfir á Celestial Weapon og klárað hann fljótt eða summonað aeon með overdrive en varist þó að þið fáið bara 1 turn, þá drepur Don Tonberry aeoninn umsvifalaust. Það er sniðugt að vera með armor með [Auto-Phoenix] og [Auto-Haste] til að þurfa ekki að eyða turnum í Phoenix Downs og Haste. Allavega tel ég [Auto-Phoenix] hjá minnst tveimur characterum æskilegt, með nóg agility ætti Haste ekki að vera gjörsamlega nauðsynlegt.

Ég hef ekki nákvæma stærðfræði yfir þetta en hvert Karma ætti að gefa 3-400.000 xp ef það gerir 99.999 damage á character með öll þrjú ofangreind ability á vopninu sínu. Sirka korter af að exploita þetta AP trick ætti að gefa ykkur 99 sphere level sem er það hæsta sem hægt er að hafa í einu.

Knock yourselves out.