Hvernig skal drepa Omega Weapon(VIII) á minn hátt Ég held að það hafi aldrei komið grein hérna hvernig er best að drepa Omega Weapon úr FFVIII og þar sem ég hef lítið að gera ákvað ég að koma með með grein um hvernig mér finnst það vera þægilegast.
Ef einhverjir hafa örruggari leið þá ætla ég bara að benda að ég hef ekki keppt við hann oft.
Þetta er sýnt í PS útgáfunni, mig minnar að í PC útgáfunni fari lv. sem Omega Weapon er í fari eftir í hvaða lv. karakterarnir eru í, en í PS útgáfunni er hann alltaf í lv. 100 og hefur meira en milljón HP.

Mér finnst litlu skipta máli hverjir eru inná. Sá eini sem mér finnst vera mikilvægur er Squall vegna Leon Heart limit breakið hans, en Omega Weapon er einn af tveimur bossum leiksins sem geta lifað það af. Fyrir þá sem vita ekki hvernig maður fær það þá þarf maður 1 Adamantine, 12 pulse ammo og 4 dragon fang og kaupa Leon heart í Junk Shop(á þessum tíma leiksins getur maður bara farið í Junk Shop ef maður hefur látið GF læra að fara í hana í Menu).
Hinir karakterarnir hafa sína eiginleika sem eru góðir í þessum bardaga:
Rinoa: Hún hefur fín limit break, getur lífgað mann við(ekki treysta á það), wishing star er öflugt og invincible moon lætur allt party-ið vera ósýnilegt.
Zell: Ef maður er heppinn, hraður og kann vel á limit breakið hans, getur hann auðveldlega komið með það öflugusta á eftir leon heart.
Quistis: Ef þú hefur White Wind sem þú færð hjá Adamantoise, er gott að hafa hana, annars finnst mér hún ekkert mikilvæg. White Wind hækkar HP hjá öllum í party-inu um jafn mikið og munurinn á hæsta HP hjá Quistis og það sem hún hefur núna. Það hefur engin áhrif ef party-ið er sýnilegt eða ekki. Mighty Guard er líka fínt.
Irvine: Getur haft góð limit break, fast shot er mjög gott ef maður hefur tímann og hraðann.
Selphie: Full cure er mjög gott í þessum bardaga þar sem Omega getur komið með mörg öflugar árásir. The end drepur hann á augnabliki.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8lKMd22UpTg


Settu liðið sem þú vilt að keppi við Omega hjá gosbrunninn og skiptu um lið. Farðu með hitt liðið til hægri frá andyrinu og togaðu í spottan sem er niðri. Þá hefurðu um mínútu til að skipta um lið, fara með það lið í herbergið hinum meginn við gosbruninn og fara að Omega. Ég mæli með að einhver af þeim sé með Diabolus junctionað því hann hefur Enc-none sem lætur engann getað ráðist á þig. Þú þarft að setja það í ability á manninum sem er með það, þannig að ef þú ert fljótur að komast þangað ráðlegg þér að breyta því í eitthvað annað því það hefur engin áhrif í bardaganum.


Áður en þú gerir þetta skaltu setja 100 death spells hjá öllu liðinu í ST-def, því hann notar oft LV5 death fyrst. Ekki hafa neitt í elemental attack því hann dregur til sín alla galdra er hægt að setja þar.(Fire, Ice, Thunder, Water, Earth, Poison, Wind og Holy)
Láttu alla í party-inu hafa magic. Láttu einn hafa Recovery ability(Leviathan), annan Revive ability(Alexander)(miklu betra að nota þetta en Full-life ef þú ert með það junctionað) og það skiptir engu með þann síðasta. Láttu 2 hafa Item og þann síðasta GF.
Það er gott að hafa HP, Str, Spd og Eva sem hæst í þessum leik, allavega IMO.

Omega Weapon hefur mjög öflug brögð. Með LV5 death og physical attack eru þær árásir sem hann gerir eru:
Light Pillar(það sama og Ultima weapon notar, 9999 HP á einn í liðinu, vertu fljótur að lífga hann við með Revive eða Full-life)
Megido Flame sem lætur mann missa 9998 HP(sama hversu hátt HP þitt er, deyrð ef þú ert ekki með 9999 HP á augnablikinu)
Meteor, Ultima
og TERRA BREAK sem lætur allt party-ið missa 4000 HP oft, þú deyrð af þessu ef þú hefur ekki gert einhverjar varúðsráðstafanir. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=WCQ68vmRvHU
Það getur verið að ég sé að gleymi einhverju.

Byrjaðu á því að láta einn kasta á Omega Meltdown sem lætur Vit fara niður í 0. Láttu þann næsta kasta triple á þann sem þú vilt að sé sá sem kastar göldrum á liðið þitt og láttu þann sem er með triple kasta Aura, Haste(ef þú ert ekki með auto-haste) og ef þú nennir Shell og Protect.

Ef þú vilt(þetta er nokkurs konar svindl) geturðu látið liðið vera ósýnilegt. Þú getur gert það á nokkra hætti. Notað item-in Hero(einn ósýnilegur), Holy-war trial(lætur alla vera ósýnilega en ekki öruggt, hefur samt aldrei brugðist mér), Holy-war(lætur alla vera ósýnilega) eða Invincible Moon.
Þú getur fengið 100 Hero með því að refine-a Laguna spilinu(sem maður fær í Lunatic pandora hjá Ellone) með Quezacotl. Þú færð annaðhvort 10 Holy wars eða Holy-wars trial með Gilgamesh(sem maður fær í CC card game sidequest) og ég man ekki meða hvaða spili maður fær hitt.

Fyrir utan ósýnileika er ein önnur leið til að lifa af Terra Break. Ef þú hefur notið í öðrum bardaga Phoenix Pinion(sem lífgar alla í party-inu við og lætur óvinin fá einhvern skaða) getur hann komið eftir að þú deyrð(ekki treysta samt á það, ég hef aldrei þurft á því að halda). Þú færð 3 phoenix pinion ef þú refine-ar Phoenix spilið sem þú færð í Queen of cards sidequest, eða(er ekki alveg viss hvort þetta sé rétt) breytir 50 mega phoenix down með Forbidden Medicine ability. Ég er ekki alveg viss hvort Angelo getur lífgað mann við af allir eru dánir.

Ekki hafa fyrir því að nota GF því þeir taka í mesta lagi 9999 HP og það tekur einhvern tíma að láta þá koma, nema Eden(drawar hjá Ultima Weapon, annars geturðu tekið það af einhverjum öðrum bossum í lokadisknum ef þú getur draw-að og kallað fram GF) því skaðinn getur verið mjög góður ef maður getur boostað hann í 255%(sem er frekar auðvelt því hann tekur langan tíma til að hefja atlögu. Mjög gott líka að láta compatibility vera 1000.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=2pJmaBv-1zk&feature=related
Notaðu aðalega limit break til að berjast við hann því dregur í sig alla galdranna en láttu samt einn nota galdra á liðið. Ef þú hefur Selphie mæli ég með því að þú lætur hana gera það eða reyna að finna The End limit break-ið hennar.
Ég held að það sé ekkert meira sem þarf að gera til að þú getur unnið Omega Weapon.

Ef þú vilt gera þetta ennþá erfiðara geturðu prófað að gera þetta án Squall, sá eitt myndband á youtube þar sem stelpurnar voru að keppa á móti honum, myndbandið var í svona 20 mín. á meðan hann skrifaði að bardaginn tók um 80 mín.
Btw það eina sem þú færð fyrir að drepa hann er Proof of Omega sem kemur á menu-ið, Three Star item og 250 AP. Ekki þess virði reyndar en það er alltaf gaman að taka í hann.

Þetta er mjög skemmtilegur boss til að glímast við og það skaðar ekki að það er kick-ass song með:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SneYMN66cEs

Ég afsaka málfræði og stafsetningavillur

sabbath