Núna þegar styttist í Final Fantasy X(það virðist samt alltaf jafn langt í hann) eru alltaf að koma meiri og betri upplysingar um hann og svo virðist vera sem að grafíkin og þrívíddin sé ekki eina brake throughið í leiknum.
Í bardaga kerfinu eru nokkrar breitingar og það sem maður á væntanlega fyrst eftir að taka eftir er að það er ekkert ATB system í honum heldur skiptast karakterarnir (karekterar og óvinirnir) einfaldlega á að gera, svo ef þú ert með haste á einum karakter þá gerir hann bara oftar og sömuleðis gerir hann sjaldnar ef hann er með slow.
Annað sem maður á eftir að taka eftir, eins og kanski flestir vita, eru summonarnir, þeir gera ekki bara eitt atack heldur ef þeir eru summonaðir þá verða þeir playble karakter með sitt HP og MP, ef þú summonar hinsvegar annan summon þá hverfur sá fyrri og sá nýji kemur í staðinn.
Einnig kemur það sem einna helst vantaði í ff7 og það er limit brake-ið sem reyndar heitir over drive þarna og virkar það eins og í ff 7 og 8 að alltaf þegar maður missir líf þá fillist hægt uppí bar og þegar það fyllist getur maður gert over drive, summonar geta einnig fengið over drive.
Síðan er sá möguleiki á að skipta um karektera í miðjum bardaga með því að ýta á R1 eða L1 einnig nýr og einnig hef ég heyrt einhverstaðar að það eigi líka að vera hægt að skipta um vopn en ég veit ekki alveg hvernig það virkar þannig að ég ætla ekkert að tjá mig allt of mikið um það.
Og eins og vanalega þá er kerfið allt öðruvísi og hér er það enginn undanntetning og ég held meira að segja að það hafi sjaldan breyst jafn mikið því að ÞAÐ ERU ENGINN EXPERION POUNTS, bara abilty pount.
Til að læra galdra er komið eithvað sem heitir spearboard og þið hafið áraðanlega séð myndir úr en hver karakter hefur sinn stað á því og þannig á maður að geta lært einhverja galdra og hlakkar mig til að sjá hvernig þeir hafa unnið út úr því(ég vona bara að það verði ekki alltof líkt ff9).
world mapið er einnig öðruvísi enn í stað þess að sjá lítið tákn eða mynd sem á að tákna bæinna á kortinu þá er bærinn sjálfur á því. og eins í fjöll og alvuru þá serðu ekki toppin á einhverju fjalli nema þú sért ofaná því, einnig er ekki hægt að breyta sjónarhorninu en það fer alltaf autometic á það besta.
einnig á blitzball að spila stóran þátt í þessum leik og vona ég að það verði jafn skémtilegt og mini-games í FFVII.
Og ekki má gleyma því að talað verður inn á fyrir alla og ég hef heyrt að það hafi lukkast bara nokkuð vél með enska talsetningu þrátt fyrir að þeir þurftu að ráða einhverja óþekkta leikara til að talsetja vegna fjárhags-örðuleika eftir myndina en ég held að sá sem talar fyrir Tidus tali fyrir einhvern í futior rama.
Allavega þá verður þetta öruglega sá allra besti leikur sem á eftir að koma á ps2(nema FFXII eigi eftir að toppa hann) og ég hugsa að margir hér séu sammála um að þetta gæti orðið besti final fantasy leikur síðan FFVII var og hét
Jæja börnin góð, nú er ég bara orðin svo þreyttur að ég verð að hætta, vonandi hafið þið fræðst eitthvað.
Og plz, ekki senda þetta inn á korkanna, ég hef einu sinni gert grein áður og þá var hún send beint þangað.
endilega komið með einhver komment og leiðréttið mig ef ég hef skrifað einhverja vitleysu.